Categories
Fréttir

Aukið mikilvægi jarðhita í orkubúskap heimsins

Deila grein

28/04/2016

Aukið mikilvægi jarðhita í orkubúskap heimsins

LiljaAlfreðsdóttir-utanríkisráðuneytiAukið mikilvægi jarðhita í orkubúskap heimsins og framlag Íslands til sjálfbærrar orkunýtingar var meðal þess sem Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, gerði að umtalsefni í opnunarerindi sínu á alþjóðlegri jarðhitaráðstefnu, Iceland Geothermal Conference, sem fram fer hér á landi dagana 27.-29. apríl.
Í máli sínu gerði ráðherra jafnframt grein fyrir samstarfi Íslands við alþjóðastofnanir á sviði jarðhita, meðal annars í þróunarríkjum í Afríku, og lagði áherslu á þýðingu endurnýjanlegrar orku í loftslagsmálum og framfylgd heimsmarkmiðanna.„Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu horft er til Íslands þegar kemur nýtingu og aðgengi að jarðhita. Hér höfum við mikilsverða þekkingu fram að færa sem sífellt fleiri horfa til,” segir Lilja en rúmlega 700 manns sækja ráðstefnuna sem fram fer í Hörpu.
Í tengslum við ráðstefnuna fundaði utanríkisráðherra með Rachel Kyte, sérstökum fulltrúa aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og framkvæmdastjóri átaksins „Endurnýjanlega orku fyrir alla“, sem hefur það markmið að tvölda hlut endurnýjanlegra orkugjafa og orkunýtingu fyrir árið 2030. Á fundi sínum lagði ráðherra áherslu á möguleika á nýtingu jarðhita víða um heim, orkuöryggi og hét átakinu áframhaldandi og aukinn stuðning Íslands.
Þá átti utanríkisráðherra sömuleiðis fund með Adnan Amin, forstjóra IRENA, alþjóðlegrar stofununar um endurnýjanlega orkugjafa. Voru orkumál rædd og kom fram að stuðningur Íslands við stofnunina væri vel metinn.
Ávarp utanríkisráðherra

Heimild: www.utanrikisraduneyti.is