Categories
Fréttir

Aukinn stuðningur vegna tæknifrjóvgana

Deila grein

12/09/2016

Aukinn stuðningur vegna tæknifrjóvgana

Silja-Dogg-mynd01-vefÞingsályktun um aukin stuðning vegna tæknifrjóvgana var samþykkt á Alþingi í liðinni viku. Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður, var fyrsti flutningsmaður hennar.
Í greinargerð ályktunar segir m.a.: „Óhætt er að segja að einn af hápunktunum í lífi margra sé að verða foreldri. Lífsgjöfin sem felst í barneignum er afar mikilvæg og hefur afgerandi áhrif á líf og starf fólks. Ekki eru þó allir svo heppnir að geta með einföldum og náttúrulegum hætti getið og eignast börn. Ófrjósemi er sjúkdómur sem er vaxandi vandamál hér á landi. Ætla má að eitt af hverjum sex pörum eigi við ófrjósemi að stríða. Afleiðingar ófrjósemi eru margvíslegar og leggjast oft þungt á sálarlíf þeirra sem þjást af henni. Almennt má segja að til séu þrjár tegundir af ófrjósemi sem lýsir sér á mismunandi hátt. Það sem í daglegu tali er kallað ófrjósemi lýsir sér í því að kona getur ekki orðið þunguð þrátt fyrir að hafa stundað reglulega óvarið kynlíf í a.m.k. eitt ár, en það er kallað síðkomin ófrjósemi ef einstaklingur hefur eignast a.m.k. eitt barn en nær svo ekki að geta barn aftur. Ófrjósemi getur einnig lýst sér í því að kona getur ekki klárað meðgöngu á eðlilegan hátt og fætt lifandi barn. Þriðja tegundin er félagsleg ófrjósemi, þ.e. þegar einstaklingur þarf á tæknifrjóvgun að halda vegna félagslegra aðstæðna, t.d. vegna þess að hann á ekki maka eða maki hans er af sama kyni.“
Lagt er til að fela ráðherra að endurskoða greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgunarmeðferða þannig að stuðningur ríkisins verði meiri og geri þannig fólki sem glímir við ófrjósemi auðveldara fyrir að sækja meðferðir vegna sjúkdómsins en nú er.
Flm. (Silja Dögg Gunnarsdóttir)