Categories
Fréttir

B – hliðin

Deila grein

05/11/2014

B – hliðin

vigdishauksdottirFormaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir alþingismaður í Reykjavík sýnir B – hliðina að þessu sinni.
Fullt nafn: Vigdís Hauksdóttir.
Gælunafn: Vigga.
Aldur: 49.
Hjúskaparstaða? Einhleyp.
Börn? Hlynur 21 árs og Sólveig 16 ára.
Hvernig síma áttu? Iphone 3S.
Uppáhaldssjónvarpsefni? Fræðsluþættir.
Uppáhalds vefsíður: Fréttasíður.
Besta bíómyndin? Titanic.
Hvernig tónlist hlustar þú á? Það sem er í útvarpinu hverju sinni.
Uppáhaldsdrykkur: G&T = gin og tonic.
Hvað finnst þér best að borða? Nautakjöt og humar.
Hvaða lag kemur þér í gírinn? I will survive.
Ertu hjátrúarfull? Já.
Hverslags viðfangsefni myndirðu ekki leggja nafn þitt við? Að ganga í Evrópusambandið.
Hver var fyrirmyndin þín á yngri árum? Faðir minn.
Hver er fyrirmyndin þín í dag? Faðir minn.
Hverjir eru sessunautar þínir á Alþingi? Silja Dögg og Óttar Proppé.
Hver eru helstu áhugamálin? Garðrækt og pólitík.
Besti vinurinn í vinnunni? Á marga.
Helsta afrekið hingað til? Að hafa hlotið kjör í tvígang sem alþingismaður Framsóknarflokksins í Reykjavík, Íslandsmeistaratitill í blómaskreytingum og sigur í fjöltefli við Íslands – og Færeyjameistara í skák.
Uppáhalds manneskjan? Börnin mín tvö.
Besti skyndibitinn? Subway.

Það sem þú borðar alls ekki? Hvalkjöt.
Lífsmottóið? Horfa aldrei um öxl því fortíðinni breytum við ekki, lifa í nútíðinni og hafa uppbyggileg áhrif á framtíðina – gera betur í dag en í gær.
Þetta að lokum: Taka ákvörðun um að vera sólarmegin í lífinu og sjá spaugilegu hliðarnar á öllum málum. Þegar ein hurð lokast þá opnast tuttugu gluggar.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.