Categories
Fréttir

Launaákvarðanir og hagstjórn, vaxtagjöld ríkisins, Reykjavíkurflugvöllur og dagur ljóðsins

Deila grein

06/11/2014

Launaákvarðanir og hagstjórn, vaxtagjöld ríkisins, Reykjavíkurflugvöllur og dagur ljóðsins

Þingmenn Framsóknar hreyfðu við ýmsum málum í stöfum þingsins í gær, miðvikudag.
 
Karl GarðarssonVerðum að vera á varðbergi varðandi launaákvarðanir og hagstjórn
Karl Garðarsson fór yfir í störfum þingsins um mikilvægi þess að semja af skynsemi um kjör lækna, ekki sé hægt lengur að horfa upp á ástandið á Landspítalanum. „Við megum einfaldlega ekki við því að missa fleiri lækna úr landi,“ sagði Karl. Ennfremur sagði Karl: „það þarf að hækka laun þeirra lægst launuðu sem hafa dregist aftur úr.“

Elsa-Lara-mynd01-vefur
 
Hver eru vaxtagjöld ríkisins í samanburði við skuldaleiðréttinguna?
Elsa Lára Arnardóttir taldi mikilvægt að vita hver vaxtagjöld ríkisins séu frá hruni vegna lána sem tekin voru til að bjarga fjármálakerfinu. Það er áhugavert að vita hversu há þessi upphæð er því að sumir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa haft uppi stór orð og talað um að þeim 80 milljörðum sem fara eigi til heimilanna sé illa varið. „Af hverju er í góðu lagi að greiða tugi milljarða til fjármálastofnana? Þegar kemur að heimilum landsins láta nokkrir þingmenn svona orð falla: Arfavitlaus skuldaniðurfelling.“

Páll Jóhann Pálsson
 
Höfuðborgin berst fyrir því að fá að eyðileggja sinn flugvöll
Páli Jóhanni Pálssyni fannst „svolítið skondið að á meðan sveitarfélög um allt land berjast fyrir því að halda uppi samgöngum við höfuðborgina, halda uppi flugvöllum, halda flugbrautum við úti á landi, skuli eitt sveitarfélag, höfuðborgin, berjast fyrir því að fá að eyðileggja sinn flugvöll.“ Páll Jóhann sagði „er fólk ekki alveg með á nótunum? Reykjavíkurflugvöllur er í 80% tilfella í öllu utanlandsflugi notaður sem varavöllur sem þýðir — hvað? Að ef Reykjavíkurflugvöllur er ekki fyrir hendi og við þurfum að nota völlinn á Akureyri eða á Egilsstöðum sem varavöll fyrir utanlandsflug þá þurfa vélarnar að bera upp undir 5 tonn af aukaeldsneyti. Ætli það kosti ekki um 500 kíló? Hvar eru umhverfissinnar? Hvaða mengun er það fyrir flugið, fyrir utan kostnaðinn, að þurfa að bera fleiri tonn af eldsneyti á milli? Í mörgum tilfellum þarf utanlandsflug að nota Glasgow sem varavöll í norðanáttum þannig að þá fyrst fer þetta að telja.“

 
Þorsteinn SæmundssonFæðingardagur Einars Benediktssonar sem dagur ljóðsins
Þorsteinn Sæmundsson vakti athygli á 150 ár væru liðin frá því að Einar Benediktsson skáld fæddist. „Ég vil byrja á að lýsa ánægju minni með þá ákvörðun menntamálaráðherra að útnefna fæðingardag skáldsins sem dag ljóðsins.“ Þorsteinn óskaði eftir leyfi forseta til að fara með smábrot úr kvæðinu „Móðir mín“:

Við spor hvert um Bifröst, að Heljar hyl,
til himins vor tunga hjó vörðu.
Þú last — þetta mál með unað og yl
yngdan af stofnunum hörðu.
— Ég skildi, að orð er á Íslandi til
um allt sem er hugsað á jörðu.
Dagar þíns lífs, þínar sögur, þín svör,
voru sjóir með hrynjandi trafi.
Móðir. Nú ber ég þitt mál á vör
og merki þér ljóðastafi.
Til þess tók ég fari, til þess flaut minn knör.
Til þess er ég kominn af hafi.


Höskuldur Þór Þórhallsson
 
Fordæmir þá ákvörðun sem meiri hluti borgaryfirvalda tók
Höskuldur Þórhallsson vildi „hnykkja á máli sem tveir hv. þingmenn hafa vakið máls á og það er ákvörðun meiri hluta umhverfis- og skipulagsráðs sem var tekin rétt áðan. Þar var samþykkt að breyta deiliskipulagi Hlíðarendasvæðisins þannig að byggingarmagn yrði aukið úr 360 íbúðum í 600.“ Höskuldur sagði ennfremur „við í Framsóknarflokknum höfum verið samhljóma um að við viljum að öll þjóðin fái að taka ákvörðun um þetta mikilvæga málefni og við munum leggja fram frumvarp þess efnis væntanlega á morgun.“

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.