Á 39. Sambandsþingi Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF) sem haldið er um helgina á Hótel Selfossi var Helgi Haukur Hauksson kjörinn nýr formaður sambandsins. Helgi tekur við af Hafþóri Eide Hafþórssyni sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Helgi Haukur er 29 ára gamall nemi við Háskólann á Bifröst.
Jafnframt var kjörin ný 12 manna stjórn SUF, hana skipa:
Alex Björn Bülow
Kjartan Þór Ingason
Davíð Freyr Jónsson
Ásta Hlín Magnúsdóttir
Kristjana Louise
Páll Maris Pálsson
Ágúst Bjarni Garðarsson
Sóley Þrastardóttir
Fjóla Hrund Björnsdóttir
Einar Freyr Elínarson
Jónína Berta Stefánsdóttir
Heiðrún Sandra Grettisdóttir
Varastjórn skipa:
Sandra Rán Ásgrímsdóttir
Sigurjón Nordberg Kjærnested
Marteinn Eyjólfur Sigurbjörnsson
Steinunn Anna Baldvinsdóttir
Gissur Kolbeinsson
Diljá Helgadóttir
Ísak Traustason
Elka Hrólfsdóttir
Magnús Arnar Sigurðsson
Tanja Kristmannsdóttir
Hafþór Eide Hafþórsson
Hulda Margrét Birkisdóttir
Ungir Framsóknarmenn vilja bæta kjör námsmanna
Á þinginu voru lagðar línur og áherslur fyrir komandi starfsár. Mikil umræða var um kjör námsmanna á þinginu og stóð vilji fundarmanna til að forysta sambandsins myndi leggja mikla áherslu á að bæta kjör námsmanna hið fyrsta. Umræða um hækkun frítekjumarks námslána var hávær og ljóst að ungir framsóknarmenn telja að það geti verið ein skilvirkasta leiðin til að bæta kjör námsmanna.
Hér eru ályktanir frá þinginu.
Categories
Bætt kjör námsmanna á oddinn
05/02/2014
Bætt kjör námsmanna á oddinn