Categories
Fréttir

Breytingar og sóknarsamningar

Deila grein

03/03/2015

Breytingar og sóknarsamningar

SIJBreytinga er að vænta var megininntakið í ræðu sem Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hélt á Búnaðarþingi 2015 í gær. Óhætt er að segja að ræðunnar hafi verið beðið með nokkurri eftirvæntingu, því undirbúningur nýrra búvörusamninga er að hefjast. Raunar telja sumir að sú vinna hefði átt að vera lengra komin. Sigurður Ingi minnti á að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar stæði að efla skyldi matvælaframleiðslu á Íslandi og huga þyrfti að sóknarsamningum.
Sigurður Ingi lagði til í ræðu sinni að bændur skipuðu eina samninganefnd til að eiga í samskiptum við ríkið, en ekki hver búgrein og hugað skildi að samningi til að minnsta kosti 10 til 15 ára. Með því móti ætti að vera auðveldara fyrir bændur og alla þá sem tengjast framleiðslu bænda með einum eða öðrum hætti að móta sínar áætlanir.
Gerður yrði rammasamningur fyrir allar greinar landbúnaðar og síðan kaflar fyrir hverja búgrein fyrir sig; t.a.m. nautgripi, sauðfé, garðyrkju og síðast en ekki síst; geitur!
Hann telur eðlilegt að byggt verði áfram á tveimur megin stoðum í styrkjakerfi landbúnaðarins. Það er svo kallaðri tollvernd og beingreiðslum. Beingreiðslukerfið þurf hins vegar að skoða til að tryggja að stuðningurinn nýtist best þeim sem starfa við frumframleiðsluna.
Sigurður Ingi viðraði einnig þá skoðun hvort greiða ætti styrki að einhverju leyti frekar út á land en framleiðslu. Ekki hvaða land sem er, heldur land sem er nytjað. Þá vill hann að hugað verði sérstaklega að því í nýjum samningum, að tryggt verði að aðilaskipti, eða kynslóðaskipti geti orðið að jörðum svo ábúð og framleiðsla leggist ekki af.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.