„Fjarnám þarf til að styrkja minni skóla, bæði til að sækja fagþekkingu en ekki síður til að tryggja öflugum kennurum minni skóla tækifæri til að vera í fullu starfi og skólakerfinu aðgang að þekkingu.“ Þetta kom fram í ræðu Líneik Önnu Sævarsdóttur, alþingismanns Framsóknar í Norðausturkjördæmi, í störfum þingsins í gær.
„Fjórða iðnbyltingin, rafræn stjórnsýsla, fjarvinna og fjarnám gefa okkur frábær verkfæri og tækifæri til að endurskipuleggja margt í samfélaginu. Notum þau tæki rétt svo þau snúist ekki upp í andhverfu sína og snúi hlutunum á hvolf.
Við þurfum oft að spyrja okkur hvernig hægt sé að nýta tækifærin sem felast í fjarvinnu til að styrkja starfsemi þar sem ekki er þörf á fjölda fólks í nærþjónustu en nærþjónustan er samt mikilvæg. Þetta verðum við að gera meðvitað. Með meðvitaðri stýringu er hægt að nota rafræna stjórnsýslu og fjarvinnslu til að dreifa störfum um landið, efla starfsstöðvar, efla heilu stofnanirnar og kerfið,“ sagði Líneik Anna.
Categories
Dreifum störfum um landið með rafrænni stjórnsýslu og fjarvinnslu
27/11/2019
Dreifum störfum um landið með rafrænni stjórnsýslu og fjarvinnslu