Árangur fyrir heimilin og atvinnulífið – árangur fyrir samfélagið.
Í drögum að ályktunum 33. flokksþings framsóknarmanna er fagnað sérstaklega þeim mikla og mikilvæga árangri sem ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur náð við uppbyggingu efnahagslífs og endurreisn samfélagsins.
Sérstaklega er fagnað að Leiðréttingin skuli hafa verið framkvæmd á svo skömmum tíma sem raun er, og að aðgerðin nýtist þeim skuldurum best sem lægstar hafa tekjurnar. Þá hafa barnabætur verið hækkaðar og 40 milljörðum króna verið skilað til heimilanna í formi lægri skatta á almenning. Bætt staða heimilanna er mikilvæg forsenda frekari uppbyggingar í efnahagsmálum þjóðarinnar, segir ennfremur í drögunum.
„Flokksþingið telur það mikilvægt vitni um styrka og ábyrga stjórn að á þeim tíma sem liðinn er frá því að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar tók við völdum hefur árangur náðst í því að rétta við flesta lykilþætti í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar. Með ábyrgri stefnu í ríkisfjármálum hafa fjárlög verið hallalaus, hagvöxtur hefur aukist, verðbólga hefur lækkað og haldist undir viðmiði Seðlabankans í lengri tíma en áður hefur þekkst, kaupmáttur launafólks hefur stóraukist, störfum hefur fjölgað umtalsvert og atvinnuleysi farið hríðlækkandi.
Flokksþing framsóknarmanna fagnar einnig þeim árangri sem náðst hefur með áherslu ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á rannsóknir og nýsköpun, heilbrigðis og félagsmál. Það er mikilvægt að fyrirheit um afnám skerðinga fyrri ríkisstjórnar á lífeyri aldraðra og öryrkja skuli hafa komið þegar til framkvæmda er ríkisstjórnin tók við völdum. Þá ber að fagna því sérstaklega að fjárframlög til almannatrygginga og Landspítalans hafi aldrei verið hærri en nú og að stuðningur við nýsköpun og rannsóknir hefur tekið stakkakiptum með stórauknum framlögum.
Sá árangur til uppbyggingar og bættrar stöðu á fjölmörgum sviðum samfélagsins sem ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur náð á aðeins tveimur árum er mikilvægt skref í átt að markmiðum Framsóknarflokksins að á Íslandi skuli byggja upp réttlátt velferðarsamfélag þar sem allir hafi jöfn réttindi og jöfn tækifæri til að nýta krafta sína til fulls.“
Flokksþingið hvetur ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar til að vinna áfram að frekari árangri á grundvelli sömu markmiða.
master-drög að flokksþingsályktunum 2015.
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]
Categories
Drög að ályktunum 33. flokksþings framsóknarmanna
08/04/2015
Drög að ályktunum 33. flokksþings framsóknarmanna