Categories
Fréttir

„Eðlilegt að skattalækkanarnir skili sér til heimilanna í landinu“

Deila grein

25/03/2015

„Eðlilegt að skattalækkanarnir skili sér til heimilanna í landinu“

logo-lfk-gluggiLandsstjórn Landssambands framsóknarkvenna gerði á fundi sínum í dag, 25. mars, eftirfarandi ályktun:
„Landssamband framsóknarkvenna ályktar að mikilvægt er að í komandi kjarasamningaviðræðum verði forgangsraðað á þann hátt að sérstaklega verði komið til móts við fólk með lægri- og meðaltekjur, það er best gert með áherslu á krónutöluhækkanir.
Landssamband framsóknarkvenna tekur þannig undir orð forsætisráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra sem hafa bent á að svigrúm sé nú til staðar í atvinnulífinu.
Landssambandið telur krónutöluhækkanir á lægri- og meðaltekjur eðlileg krafa þar sem skattar hafa lækkað í atvinnulífinu, til dæmis í ferðaþjónustu og á sjávarútvegsfyrirtæki og þess vegna eðlilegt að skattalækkanarnir skili sér til heimilanna í landinu.“
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.