Categories
Fréttir

„Ein stærsta uppbygging atvinnulífsins í hinum dreifðu byggðum“

Deila grein

25/09/2019

„Ein stærsta uppbygging atvinnulífsins í hinum dreifðu byggðum“

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, segir að það skipti „máli að unnið verði að afli að uppbyggingu og utanumhald um þessi grein, sem er ein stærsta uppbygging atvinnulífsins í hinum dreifðu byggðum síðara ára.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu hennar í dag.
„Ekki hefur ríkt einhugur hér á landi um fiskeldi og hefur uppbygging atvinnugreinarinnar sætt mikilli gagnrýni, ekki síst frá hagsmunasamtökum laxveiðimanna og veiðifélögum. Engu að síður hafa framleiðsluheimildir í fiskeldi nær tvöfaldast á þessu ári og eru nú um 85 þúsund tonn miðað við útgefin starfsleyfi Umhverfisstofnunar,“ segir í frétt á vef Viðskiptablaðsins í dag.
„Útflutningsverðmæti fiskeldis gæti þá orðið um 40 milljarðar króna árið 2021 og á þessu ári er reiknað með að útflutningsverðmæti fiskeldis verði hátt í 20 milljarðar,“ segir Halla Signý.