Categories
Fréttir

Einar Gunnar nýr framkvæmdastjóri Framsóknar

Deila grein

03/05/2016

Einar Gunnar nýr framkvæmdastjóri Framsóknar

einarFramkvæmdastjórn Framsóknar samþykkti í dag að ráða Einar Gunnar Einarsson sem framkvæmdastjóra flokksins.
Einar Gunnar er fæddur í Hafnarfirði 13. febrúar 1970. Foreldar eru Einar Kr. Jóhannesson (fæddur 23. mars 1927, dáinn 28. október 1997), yfirvélstjóri og Unnur Magnúsdóttir (fædd 14. febrúar 1936, dáin 1. febrúar 2002), hárskerameistari. Einar Gunnar er í sambúð með Agnesi Ástu Woodhead.
Einar Gunnar hefur starfað á skrifstofu Framsóknar frá árinu 2002 og nú síðast sem skrifstofustjóri.