Categories
Fréttir

„Ekki breytt með stjórnvaldsaðgerðum heldur hugarfarsbreytingu“

Deila grein

28/01/2016

„Ekki breytt með stjórnvaldsaðgerðum heldur hugarfarsbreytingu“

Villlum„Hæstv. forseti. Ég ætla að ræða fátækt eins og margir aðrir hv. þingmenn í tengslum við nýútkomna skýrslu UNICEF á Íslandi, sem lýtur að efnislegum skorti barna. Ég ætla að byrja á því að vitna til orða séra Bjarna Karlssonar sem rannsakar nú fátækt. Um fátæktina segir séra Bjarni í færslu sem birtist á vefmiðlum, með leyfi forseta:
„Þetta ástand er ekki lögmál heldur afstaða. [fusion_builder_container hundred_percent=”yes” overflow=”visible”][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=”1_1″ background_position=”left top” background_color=”” border_size=”” border_color=”” border_style=”solid” spacing=”yes” background_image=”” background_repeat=”no-repeat” padding=”” margin_top=”0px” margin_bottom=”0px” class=”” id=”” animation_type=”” animation_speed=”0.3″ animation_direction=”left” hide_on_mobile=”no” center_content=”no” min_height=”none”][…]
Þessu vandamáli verður ekki breytt með stjórnvaldsaðgerðum heldur hugarfarsbreytingu.“
Eins og fram hefur komið í umræðunni um þessa skýrslu líða um 9,1% barna á Íslandi skort, eða 6.100 börn. Auðvitað getum við að einhverju marki með aðgerðum mætt þessum vanda. Hv. þm. Líneik Anna Sævarsdóttir fór ágætlega yfir það hér áðan að vandi ungra foreldra og þeirra sem eru á leigumarkaði væri mikill og hefði versnað. Í því samhengi getum við litið til þeirra húsnæðisfrumvarpa sem eru nú til meðferðar í þinginu. Við getum skoðað lög um félagsþjónustu sveitarfélaganna. Við getum skoðað atvinnuskapandi aðgerðir. Þrátt fyrir allt er mikilvægt að fólk hafi vinnu og tekjur. En við eigum það til hér á vettvangi löggjafans að vera hægfara og svifasein. Ástandið sem séra Bjarni lýsir þolir ekki bið á róttækum aðgerðum.
Ég ætla að taka undir með séra Bjarna um að við þurfum hugarfarsbreytingu. Við eigum ekki að líða það að einhverjir þurfi að fara halloka. Það á enginn að þurfa að búa við fátækt. Það bitnar á börnunum og við eigum ekki að láta það líðast. Við eigum ekki að sætta okkur við samanburð (Forseti hringir.) um að fátækt sé minni hér en annars staðar. Ekkert barn (Forseti hringir.) á að þurfa að líða skort.“
Willum Þór Þórsson — í störfum þingsins 26. janúar 2016.
[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]