Categories
Fréttir

Ekki farið eftir jafnréttislögum

Deila grein

24/09/2015

Ekki farið eftir jafnréttislögum

logo-lfk-gluggiFramkvæmdastjórn landssambands framsóknarkvenna gerir athugasemd við það að ekki hafi verið farið eftir jafnréttislögum við skipan dómnefndar sem fjallar um hæfi umsækjenda um embætti hæstaréttardómara. Þá hafi ekki hafi komið fram málefnalegar ástæður fyrir frávikinu.
Samkvæmt 15. grein jafnréttislaga þar sem fjallað er um þátttöku í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum hins opinbera segir að við skipanir í þau skuli þess gætt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40 prósent þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Þar segir ennfremur að tilnefna skuli bæði karl og konu. Tilnefningaraðila er heimilt að víkja frá skilyrði 1. málsl. þegar hlutlægar ástæður leiða til þess að ekki er mögulegt að tilnefna bæði karl og konu. Skal tilnefningaraðili þá skýra ástæður þess.
Framkvæmdastjórn landssambands framsóknarkvenna bendir á að aðeins skorti vilja til þess að uppfylla skyldur laganna um jafnan hlut kynjanna.