Categories
Fréttir

Er ekki boðið í hlaðborð bænda!

„Ágangur álfta og gæsa veldur bændum miklu fjárhagslegu tjóni. Bændur hafa reynt að verjast ágangi fugla með ýmsum hætti, bæði með sjónrænum og hljóðrænum aðferðum. Þær duga þó skammt þar sem fuglinn er fljótur að venjast fælunum og kemur fljótt aftur í tún og akra. Með vörnunum er aðeins verið að hrekja fuglana tímabundið af ákveðnum svæðum en þeir leita þá gjarnan til næsta bónda. Slík tilfærsla á vandamálinu er ekki skynsamleg lausn til lengdar og er því nauðsynlegt að bregðast við. Þess vegna hefur sú sem hér stendur ásamt fleirum lagt fram þingsályktunartillögu. Þar er lagt til að umhverfis- og auðlindaráðherra útbúi tillögu til tímabundinna og skilyrtra veiða á álft og gæs utan hefðbundins veiðitíma,“ sagði Þórunn.

Deila grein

18/11/2020

Er ekki boðið í hlaðborð bænda!

„Hæstv. forseti. Fuglar eru bæði fallegir og skemmtilegir og gaman er að fylgjast með þeim í náttúrunni. En aukið fæðuframboð veldur fjölgun í stofnum. Síðustu ár hefur álft og gæs fjölgað gríðarlega. Fuglarnir vita sínu viti. Þeir sækja í hlaðborð af góðu grasi og kornið sem er í boði bænda en hlaðborðið er reyndar ekki þeim ætlað. Á vissum svæðum hafa álft og gæs hreinlega gleypt í sig alla uppskeruna. Þær eru gjörsamlega lausar við allar áhyggjur af beitarstýringu og lúta eðlilega engum reglum mannanna,“ sagði Þórunn Egilsdóttir, alþingismaður, í störfum þingsins í dag.

„Ágangur álfta og gæsa veldur bændum miklu fjárhagslegu tjóni. Bændur hafa reynt að verjast ágangi fugla með ýmsum hætti, bæði með sjónrænum og hljóðrænum aðferðum. Þær duga þó skammt þar sem fuglinn er fljótur að venjast fælunum og kemur fljótt aftur í tún og akra. Með vörnunum er aðeins verið að hrekja fuglana tímabundið af ákveðnum svæðum en þeir leita þá gjarnan til næsta bónda. Slík tilfærsla á vandamálinu er ekki skynsamleg lausn til lengdar og er því nauðsynlegt að bregðast við. Þess vegna hefur sú sem hér stendur ásamt fleirum lagt fram þingsályktunartillögu. Þar er lagt til að umhverfis- og auðlindaráðherra útbúi tillögu til tímabundinna og skilyrtra veiða á álft og gæs utan hefðbundins veiðitíma,“ sagði Þórunn.

„Ef ekki verður brugðist við ákalli bænda, um verkfæri til að verja ræktarlönd, má jafnvel búast við að kornrækt leggist af á ákveðnum svæðum. Það fellur engan veginn að hugmyndum um Matvælalandið Ísland. Hér er ekki lögð fram tillaga um að heimila veiðar úti um allt land alla daga heldur einskorðast tillagan við tjónveiðar á afmörkuðu tímabili þegar sýnt er fram á þungar búsifjar. Hér er um að ræða undanþágu til veiða á þeim svæðum þar sem þörf er talin á aðgerðum vegna ágangs og fugla á tún og akra. Samhliða þessu verður einnig gerð áætlun um að tryggja vernd stofnanna. Nýting og vernd þurfa alltaf að vera í jafnvægi,“ sagði Þórunn að lokum.