Categories
Fréttir

Eru Sjúkratryggingar Íslands á „annarri bylgjulengd“ en venjulegt fólk?

Deila grein

18/09/2019

Eru Sjúkratryggingar Íslands á „annarri bylgjulengd“ en venjulegt fólk?

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, spyr sig hvort það geti verið að Sjúkratryggingar Íslands séu á „annarri bylgjulengd“ en venjulegt fólk. eða hvort stofnunin sé undanþegin samþykktum og reglugerð framkvæmdavaldsins.

„Börn sem fæðast með skarð í vör eða gómi þarfnast margvíslegrar heilbrigðisþjónustu, meðal annars tannréttinga. Árið 2010 var gerð breyting á reglugerð sem varð til þess að þessi börn með skarð í vör eða gómi féllu ekki lengur undir greiðsluþátttöku vegna tannréttinga, nema í allra alvarlegustu tilfellunum,“ segir í frétt á visir.is í dag.

„Um áramótin tók gildi breyting á reglugerð sem átti að tryggja að þessi börn fengju styrk frá Sjúkratryggingum vegna tannréttinga. Þrátt fyrir þetta hefur stofnunin haldið áfram að synja umsóknum, segir Halla Signý.
„Þessu þarf auðvitað að kippa í liðinn,“ segir Halla Signý.