Categories
Fréttir

Evrópugerðir á að þýða á lipra og skýra íslensku

Deila grein

12/06/2019

Evrópugerðir á að þýða á lipra og skýra íslensku

Þórarinn Ingi Pétursson, varaþingmaður, mælti fyrir nefndaráliti um sameiginleg umsýsla höfundarréttar á Alþingi í dag.
Tilgangurinn er að setja á lagaumhverfi sameiginlegra umsýslustofnana á sviði höfundarréttar er verði mun skýrara en áður hefur verið og að jafnframt sé lagaumhverfið samræmt á öllu EES-svæðinu. Sameiginleg umsýsla höfundarréttinda er mikilvægt úrræði til efnahagslegrar hagnýtingar fyrir fjölda rétthafa, innlendra sem erlendra. Slíkar stofnanir sýsla með verulegar fjárhæðir fyrir hönd rétthafa. Því er mikilvægt að reglur um slíka umsýslu séu skýrar og gagnsæjar og að þátttaka rétthafa sé tryggð í öllu ákvörðunarferli.
Fram kom gagnrýni við umfjöllun málsins að orðalagið á frumvarpinu væri óskýrt. En um sé að ræða lágmarksinnleiðingu með beinni skírskotun til uppbyggingar og orðalags tilskipunarinnar. Allsherjar- og menntamálanefnd telur að frumvarpið beri þess augljós merki að byggt sé á íslenskri þýðingu tilskipunarinnar og því sé orðalag ekki nægilega þjált og aðgengilegt.
„Allsherjar- og menntamálanefndefndin leggur þó ekki til breytingar á frumvarpinu vegna þessa en leggur áherslu á að almennt verði hugað að því að færa þýddan texta á eins lipra og skýra íslensku og unnt er við innleiðingu Evrópugerða,“ sagði Þórarinn Ingi.