Categories
Fréttir

Eygló staðgengill forsætisráðherra á Norðurlandaráðsþingi

Deila grein

02/11/2016

Eygló staðgengill forsætisráðherra á Norðurlandaráðsþingi

eyglo_vef_500x500Eygló Harðardóttir,  félags- og húsnæðismálaráðherra, samstarfsráðherra Norðurlanda og staðgengill forsætisráðherra á þingi Norðurlandaráðs, tók í gær og í dag þátt í störfum Norðurlandaráðsþings í Kaupmannahöfn.
Flutti ráðherra meðal annars ræðu um vinnu Íslands við framkvæmd Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og tók þátt í umræðum á þinginu.
Þá funduðu forsætisráðherrar Norðurlanda með forsætisnefnd Norðurlandaráðs og fjölluðu m.a. um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og framkvæmd Norðurlanda.
Á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna var m.a. til umræðu umbylting í stafrænni tækni, umhverfis og loftslagsmál og þá sérstaklega umbreyting orkugjafa í samgöngum.
nordurlandaradsthingForsætisráðherrar Norðurlandanna funduðu einnig með leiðtogum Grænlands, Færeyja og Álandseyja. Fjallað var um formennskuáætlun  Noregs í samstarfi Norðurlandanna á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar árið 2017, stjórnsýsluhindranir, norrænt samstarf er varðar Evrópusambands- og alþjóðamál og sameiginlegar landkynningar Norðurlandanna.
Þá funduðu forsætisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna þar sem rætt var um samstarf þessara ríkja , umhverfis og loftslagsmál og öryggis- og varnarmál. Rætt var um eftirfylgni leiðtogafundar NATO, sem haldinn var í Varsjá sl. sumar, stöðu mála í Sýrlandi og Úkraínu og ákvörðun Bretlands um að segja sig úr Evrópusambandinu.

Heimild: www.forsaetisraduneyti.is