Þrír þingmenn Framsóknar tóku þátt í 27. Landsmóti UMFÍ á Selfossi um liðan helgi. Þau Haraldur Einarsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Þorsteinn Magnússon, varaþingmaður, en hann tók sæti á Alþingi rétt fyrir þinglok í fjarveru Frosta Sigurjónssonar.
Unnu þau til nokkurra verðlauna á landsmótinu:
- Haraldur Einarsson vann til tveggja silfurverðlauna, annars vegar fyrir 400 m. hlaup og hins vegar fyrir 1000 m. boðhlaup.
- Þá vann lið Haraldar og Þorsteins í heildarstigakeppninni í frjálsum en þeir kepptu fyrir HSK.
- Silja Dögg vann svo til gullverðlauna fyrir starfshlaupið.
Auk þess að vera farsæl á verðlaunapöllunum voru Haraldur og Silja Dögg fánaberar við setningu Landsmótsins.