Categories
Fréttir

Ferðamaðurinn upplifi náttúruna sem landið hefur upp á bjóða á sem bestan hátt

Deila grein

05/06/2015

Ferðamaðurinn upplifi náttúruna sem landið hefur upp á bjóða á sem bestan hátt

fjola-hrund-ha-upplausnFjóla Hrund Björnsdóttir, alþingismaður, fór yfir hversu verðmæt auðlind ferðaþjónustan væri, á Alþingi í vikunni. Telur hún að aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna brýnna verkefna á ferðamannastöðum um land allt muni skipta miklu máli.
„Ferðaþjónustan er gríðarlega verðmæt auðlind sem við verðum að fara varlega höndum um. Mikilvægt er að ferðamaðurinn upplifi þá náttúru sem landið hefur upp á bjóða á sem bestan hátt,“ sagði Fjóla.
„Til þess að tryggja ánægju og aukinn ferðamannastraum verðum við að bregðast við í takt við aukningu ferðamanna. Mikilvægt er að stýra ferðamönnum um land allt til að forðast þann gífurlega átroðning sem vinsælustu ferðamannastaðirnir verða fyrir ár hvert. Við vitum að ferðamaðurinn kemur hingað til lands í leit að fallegri náttúru og því er mikilvægt að byggja upp gott aðgengi að náttúrunni.“
Ræða Fjólu Hrundar Björnsdóttur: