Categories
Fréttir

Fjölmenn opnun kosningaskrifstofu Framsóknar í Reykjavík – vinningshafar í happadrættinu

Deila grein

25/03/2013

Fjölmenn opnun kosningaskrifstofu Framsóknar í Reykjavík – vinningshafar í happadrættinu

Kosningaskrifstofa framboðs Framsóknar í Reykjavík opnaði í dag kl. 14.00 að Suðurlandsbraut 24 með fjölmennri fjölskylduhátíð. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar, ávarpaði gesti og fór yfir helstu stefnumál flokksins og mikilvægi þess að sýna staðfestu í þeim verkefnum sem framundan eru. “Það væri ábyrgðarleysi að ætla ekki að taka á þeim verkefnum sem samfélagið stendur augljóslega frammi fyrir, eins og skuldamálum heimilanna og verðtryggingunni”
OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Húsfyllir var á Suðurlandsbrautinni og mátti greina mikla tilhlökkun meðal gesta til komandi kosningamánaðar. Herbert Guðmundsson spilaði fyrir gesti og gangandi á meðan allir gæddu sér á léttum veitingum og spjölluðu við frambjóðendur.
OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Kosningaskrifstofa Framsóknar í Kópavogi opnar á morgun svo það er óhætt að segja að flokkurinn sé kominn á fullt í baráttunni nú þegar rúmur mánuður er í kosningarnar.
OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Vinningaskrá úr happadrættinu
Olíumálverk 30×30 eftir Sigríði Önnu Garðarsdóttur, í boði Karls Garðarssonar:
156
Brunch fyrir 2 á 19. í boði Frosta Sigurjónssonar:
167
Sögur og leiðsögn um Sjóminjasafnið í boði Sigrúnar Magnúsdóttur:
214
240
258
188
107
135
275
141
234
123
Skoðunarferð um Alþingishúsið í boði Vigdísar Hauksdóttur:
110
153
132
171
223
202
247
270
289
209
Vinninga skal vitjað fyrir 6. apríl 2013, í síma: 693 6900.
 
Frekari upplýsingar veitir:
Ingveldur Sæmundsdóttir, kosningastjóri
Sími: 693 6900
Netfang: reykjavik@framsokn.is