Categories
Fréttir

Formleg opnun Brjóstamiðstöðvar Landspítala

Deila grein

23/09/2022

Formleg opnun Brjóstamiðstöðvar Landspítala

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra opnaði formlega Brjóstamiðstöð Landspítala.

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra við opnunina ásamt Ölmu Möller, landlækni

Í Brjóstamiðstöðinni eru saman komin á einn stað brjóstaskimun, brjóstamyndgreining, greiningar og öflug göngudeildarþjónusta. Þetta fyrirkomulag tryggir bæði samfellu í þjónustunni og samlegðaráhrif. Þjónustan verður ekki bara markvissari og skilvirkari heldur styður fyrirkomulag Brjóstamiðstöðvarinnar við öfluga teymisvinnu.

Því miður hefur heilsa kvenna í gegnum aldirnar ekki alltaf fengið sama sess og heilsa karlmanna. Brjóstamiðstöð Landspítala sendir með starfsemi sinni sterk skilaboð um það að heilbrigðiskerfið á Íslandi láti slíkt ójafnræði ekki viðgangast. Í miðstöðinni vinna geislafræðingar, lýtalæknar, krabbameinslæknar og hjúkrunarfræðingar og fleiri saman að bættri heilsu kvenna.