Categories
Fréttir

Forsætisráðherra tók á móti flóttamönnum

Deila grein

20/01/2016

Forsætisráðherra tók á móti flóttamönnum

Sigmundur-davíðFyrsti hópur sýrlenska flóttafólksins, sem boðin hefur verið búseta á Íslandi, kom til landsins í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, tóku á móti fjölskyldunum á Keflavíkurflugvelli nú síðdegis. Móttaka flóttamanna beint úr flóttamannabúðum í nágrenni stríðshrjáðra svæða er einn hluti framlags Íslands samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra ræddi við flóttafólkið við komuna og bauð það innilega velkomið til Íslands.
Forsætisráðherra segir ánægjulegt að hafa getað átt stund með fjölskyldunum svo stuttu eftir komu og að hann voni að þeim eigi eftir að líða vel á Íslandi. Áhersla yfirvalda verði á að hjálpa flóttamönnum að byggja upp líf í nýjum heimkynnum, aðlagast íslenskum aðstæðum og að verða virkir þátttakendur í íslensku samfélagi. Hann óskaði þeim alls hins besta á Íslandi.
Sjá nánar:  Þreyttur en alsæll hópur af flóttafólki kom til landsins síðdegis í dag
Sjá nánar:  Flóttamennirnir voru hissa að fá að hitta Sigmund Davíð
Sjá nánar:  Móttökuathöfn fyrir sýrlensku flóttamennina
moggi-01-20-16