Framsóknarfélag Akraness samþykkti á félagsfundi á Akranesi einróma tillögu uppstillingarnefndar að framboðslista Framsóknar, Frjálsir með Framsókn, fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Ingibjörg Pálmadóttir, hjúkrunarfræðingur, fyrrv. ráðherra og alþingsimaður, leiðis listann, í öðru sæti er Jóhannes Karl Guðjónsson, knattspyrnumaður, og Sigrún Inga Guðnadóttir, lögfræðingur, í því þriðja.
Framboðslistinn, Frjálsir með Framsókn, er skipaður eftirtöldum:
- Ingibjörg Pálmadóttir, hjúkrunarfræðingur
- Jóhannes Karl Guðjónsson, knattspyrnumaður
- Sigrún Inga Guðnadóttir, lögfræðingur
- Elinbergur Sveinsson, kennari
- Karítas Jónsdóttir, B.S.C. í umhverfis-og byggingaverkfræði
- Guðmundur Páll Jónsson, forstöðumaður
- Anna Þóra Þorgilsdóttir, hjúkrunarfræðingur
- Ole Jakob Wolden, húsasmiður
- Hlini Baldursson, sölumaður
- Sólveig Rún Samúelsdóttir, stúdent og verkakona
- Valdimar Ingi Brynjarsson, stúdent og verkamaður
- Hilmar Sigvaldason, verkamaður
- Drífa Gústafsdóttir, skipulagsfræðingur
- Ingi Björn Róbertsson, tónlistarmaður
- Maron Kærnested Baldursson, viðskiptafræðingur
- Gunnar Hafsteinn Ólafsson, matreiðslumaður
- Björg Elva Jónasdóttir, hjúkrunarfræðingur
- Guðmundur Hallgrímsson, blikksmiður
Á framboðslistanum eru 7 konur og 11 karlar. Í efstu 10 sætunum er jafnt kynjahlutfall. Í kosningum árið 2010 fékk flokkurinn tvo bæjarfulltrúa kjörna í bæjarstjórn. Mikill einhugur var á fundinum og stefnan sett hátt fyrir vorið.
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.