Categories
Fréttir

Framboðslisti Frjálsra með Framsókn á Akranesi samþykktur

Deila grein

04/04/2014

Framboðslisti Frjálsra með Framsókn á Akranesi samþykktur

Framsóknarfélag Akraness samþykkti á félagsfundi á Akranesi einróma tillögu uppstillingarnefndar að framboðslista Framsóknar, Frjálsir með Framsókn, fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Ingibjörg Pálmadóttir, hjúkrunarfræðingur, fyrrv. ráðherra og alþingsimaður, leiðis listann, í öðru sæti er Jóhannes Karl Guðjónsson, knattspyrnumaður, og Sigrún Inga Guðnadóttir, lögfræðingur, í því þriðja.
efstu-sjo-akranes
Framboðslistinn, Frjálsir með Framsókn, er skipaður eftirtöldum:

 1. Ingibjörg Pálmadóttir, hjúkrunarfræðingur
 2. Jóhannes Karl Guðjónsson, knattspyrnumaður
 3. Sigrún Inga Guðnadóttir, lögfræðingur
 4. Elinbergur Sveinsson, kennari
 5. Karítas Jónsdóttir, B.S.C. í umhverfis-og byggingaverkfræði
 6. Guðmundur Páll Jónsson, forstöðumaður
 7. Anna Þóra Þorgilsdóttir, hjúkrunarfræðingur
 8. Ole Jakob Wolden, húsasmiður
 9. Hlini Baldursson, sölumaður
 10. Sólveig Rún Samúelsdóttir, stúdent og verkakona
 11. Valdimar Ingi Brynjarsson, stúdent og verkamaður
 12. Hilmar Sigvaldason, verkamaður
 13. Drífa Gústafsdóttir, skipulagsfræðingur
 14. Ingi Björn Róbertsson, tónlistarmaður
 15. Maron Kærnested Baldursson, viðskiptafræðingur
 16. Gunnar Hafsteinn Ólafsson, matreiðslumaður
 17. Björg Elva Jónasdóttir, hjúkrunarfræðingur
 18. Guðmundur Hallgrímsson, blikksmiður

Á framboðslistanum eru 7 konur og 11 karlar. Í efstu 10 sætunum er jafnt kynjahlutfall. Í kosningum árið 2010 fékk flokkurinn tvo bæjarfulltrúa kjörna í bæjarstjórn. Mikill einhugur var á fundinum og stefnan sett hátt fyrir vorið.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.