Fundur í Fulltrúaráði Framsóknarfélaganna á Akureyri, fimmtudaginn 26. mars, samþykkti einróma tillögu kjörstjórnar um framboðslista flokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 31. maí. Efsta sæti listans skipar Guðmundur Baldvin Guðmundsson, bæjarfulltrúi, í öðru sæti er Ingibjörg Isaksen, forstöðumaður og í því þriðja Siguróli Magni Sigurðsson, nemi. En kosið var á almennum félagsfundi framsóknarfélaganna 15. mars í 5 efstu sætin á framboðslistanum.
Framboðslistinn er þannig skipaður:
- Guðmundur Baldvin Guðmundsson, bæjarfulltrúi
- Ingibjörg Isaksen, forstöðumaður
- Siguróli Magni Sigurðsson, nemi
- Elvar Smári Sævarsson, kennari
- Halldóra Hauksdóttir, hdl.
- Tryggvi Már Ingvarsson, deildarstjóri
- Guðlaug Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri
- Húni Hallsson, söluráðgjafi
- Sigríður Bergvinsdóttir, hársnyrtir
- Óskar Ingi Sigurðsson, framhaldsskólakennari
- Ragnhildur Hjaltadóttir, umboðsmaður
- Jóhannes Gunnar Bjarnason, kennari
- Regína Helgadóttir, bókari
- Erlingur Kristjánsson, forstöðumaður
- Petra Ósk Sigurðardóttir, leikskólakennari
- Axel Valgeirsson, meindýraeyðir
- Viðar Valdimarsson, verkamaður og nemi
- Guðný Rut Gunnlaugsdóttir, leikskólakennari
- Klemenz Jónsson, dúkalagningameistari
- Mínerva Björg Sverrisdóttir, leiðbeinandi
- Jakob Björnsson, framkvæmdastjóri
- Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, fyrrv. bæjarfulltrúi
Á listanum eru 10 konur og 12 karlar. Framsóknarmenn fengu einn bæjarfulltrúa kjörinn í sveitarstjórnarkosningunum 2010, Guðmund Baldvin Guðmundsson.
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.