Categories
Fréttir

Leiðréttingin nær til 100 þúsund heimila

Deila grein

26/03/2014

Leiðréttingin nær til 100 þúsund heimila

Sigmundur Davíð GunnlaugssonRíkisstjórnin kynnti í dag tvö lagafrumvörp  sem lækka húsnæðisskuldir heimila í landinu og auðvelda þeim sem ekki eiga íbúð að kaupa húsnæði. Annars vegar er um að ræða leiðréttingu höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána og hins vegar skattafslátt vegna séreignarlífeyrissparnaðar. Með lækkuninni léttist greiðslubyrði heimilanna og ráðstöfunartekjur þeirra aukast.

  • Heildarumfang leiðréttingarinnar um 150 milljarðar króna
  • Nær til allt að 100 þúsund heimila
  • Dæmigert húsnæðislán getur lækkað um u.þ.b. 20%
  • Einfalt að sækja um leiðréttinguna á vef ríkisskattstjóra
  • Skattafsláttur veittur af séreignarsparnaði sem nýttur er til húsnæðiskaupa

Leiðréttingin – glærukynning
Ný hugsun í húsnæðismálum
Unnt verður að ráðstafa séreignarlífeyrissparnaði til lækkunar höfuðstóls og býðst sú leið öllum þeim sem skulda húsnæðislán sem veita rétt til vaxtabóta. Einnig býðst fólki að nýta séreignarsparnað til fasteignakaupa og njóta samsvarandi skattafsláttar, en það getur meðal annars nýst fjölskyldum í leiguhúsnæði.
Gert er ráð fyrir að höfuðstólslækkunin hefjist um leið og umsóknartímabili lýkur.
Frumvarp til laga um leiðréttingu fasteignaveðlána
gatt-hja-rikisskattstjora-leidrettingHámarksfjárhæð niðurfærslu verðtryggðra húsnæðislána verður 4 m.kr. á heimili.Til frádráttar koma fyrri opinber úrræði til lækkunar höfuðstóls sem lántakandi hefur þegar notið. Rétt til leiðréttingar skapa verðtryggð húsnæðislán, vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota, sem mynda stofn til vaxtabóta og voru til staðar á tímabilinu 1. janúar 2008- 31.desember 2009. Leiðrétting er að frumkvæði lántaka og þarf að sækja um hana hjá ríkisskattstjóra á tímabilinu 15. maí til 1. september 2014.
Í frumvarpinu er fjallað um fyrirkomulag leiðréttingar verðtryggðra fasteignaveðlána einstaklinga. Það var samið af starfshópi sem fjármála- og efnahagsráðherra skipaði sérstaklega til að vinna drög að nauðsynlegum lagabreytingum. Frumvarpið var samið í nánu samstarfi við verkefnastjórn um höfuðstólslækkun íbúðalána og samráðshóp um framkvæmd höfuðstólslækkunar.
Í frumvarpinu er lagt til að Alþingi heimili ráðherra að gera samkomulag við lífeyrissjóði, Íbúðalánasjóð og fjármálafyrirtæki um framkvæmd almennrar leiðréttingar þeirra verðtryggðu fasteignaveðlána einstaklinga sem til staðar voru á tímabilinu 1. janúar 2008 til 31. desember 2009.
Frumvarp til laga um séreignarsparnað og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar
Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, lögum nr. 90/2003 um tekjuskatt og lögum nr. 44/1998 um húsnæðismál.
Efni frumvarpsins má í grófum dráttum skipta í tvennt:

  • Annars vegar er lagt til úrræði sem heimilar fjölskyldu að ráðstafa séreignarsparnaði inn á veðlán sem tekin eru vegna íbúðahúsnæðis til eigin nota. Skilyrði er að lánin séu tryggð með veði í íbúðarhúsnæði og að þau séu grundvöllur til útreiknings vaxtarbóta. Hér undir falla einnig lánsveðslán ef þau uppfylla sömu skilyrði.
  • Hins vegar er lagt til úrræði sem heimilar ráðstöfun iðgjalda sem safnast hafa upp á tilteknu tímabili til kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota (húsnæðissparnaður).

Í báðum tilfellum er um að ræða tímabundin, skattfrjáls úrræði til þriggja ára þegar um er að ræða greiðslu/ráðstöfun iðgjalda inn á lán, en í fimm ár í tilviki húsnæðissparnaðar.
Grunnviðmið eru þessi í báðum tilvikum:

  • Heimili; fjölskyldur og einstaklingar.
  • Með fasteign er átt við íbúðarhúsnæði til eigin nota.
  • Gildistíminn takmarkast við þau iðgjöld sem greidd eru vegna tímabilsins 1. júlí 2014 til 30. júní 2017.
  • Hámarksfjárhæð á ári er samtals 500 þúsund kr. á fjölskyldu og fasteign (samtals 1,5 milljónir kr. á þremur árum).
  • Hámarksiðgjald, 4% frá launþega og 2% frá launagreiðanda.
  • Einstaklingur sparar a.m.k. 2% eða til jafns við framlag launagreiðanda, ef það er lægra en 2%.

„Þetta er stór dagur“
„Þetta er stór dagur. Þetta er stór dagur þegar ríkisstjórnin kemur fram með loforðin og sönnun á því sem við lofuðum fyrir ári síðan,“ sagði Sigrún Magnúsdóttir, á Alþingi, í dag, í umræðum um störf þingsins, um tillögur ríkisstjórnarinnar um skuldaleiðréttingar sem samþykkt voru í ríkisstjórn í gær og kynnt á blaðamannafundi í dag.
Skuldaleiðréttingarfrumvörpunum var dreift á Alþingi í dag, síðdegis:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.