Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar á Akureyri

Deila grein

20/03/2018

Framboðslisti Framsóknar á Akureyri

Framboðslisti Framsóknarflokksins á Akureyri fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 26. maí næstkomandi var samþykktur einróma á fulltrúaráðsfundi félagsins laugardaginn 3. mars.
Fulltrúaráðið stillti upp listanum þar sem Guðmundur Baldvin Guðmundsson, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs, skipar efsta sæti, Ingibjörg Isaksen, bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri er í öðru sæti, Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir búfjárerfðafræðingur í því þriðja, Tryggvi Már Ingvarsson landmælingaverkfræðingur skipar fjórða sæti listans, Sunna Hlín Jóhannesdóttir framhaldsskólakennari er í fimmta sæti og Jóhannes Gunnar Bjarnason, íþróttafræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi, skipar sjötta sæti listans. Á myndinn eru frá vinstri: Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Jóhannes Gunnar Bjarnason, Ingibjörg Isaksen, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir og Tryggvi Már Ingvarsson.
Við uppstillingu listans var meðal annars áhersla lögð á fjölbreytta menntun og reynslu frambjóðenda, ungt og hæfileikaríkt fólk í bland við reynslumikla frambjóðendur og jafnt hlutfall kynjanna. „Ég fer bjartsýnn inn í kosningabaráttuna og vongóður um góða niðurstöðu enda framboðslistinn einhuga og vel skipaður hópur,“ segir Guðmundur Baldvin Guðmundsson, oddviti listans.
„Ég hlakka til að vinna með þessum öfluga hópi frambjóðenda Framsóknarflokksins sem gengur samstíga inn í komandi kosningabaráttu,“ segir Ingibjörg Isaksen bæjarfulltrúi.
Á framboðslista Framsóknarflokksins fyrir bæjarstjórnakosningarnar eru 22 frambjóðendur, 11 konur og 11 karlar.
Framsóknarmenn fengu tvo bæjarfulltrúa í sveitarstjórnarkosningunum 2014, Guðmund Baldvin Guðmundsson og Ingibjörgu Isaksen.
Framboðslisti Framsóknarflokksins á Akureyri:

  1. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs
  2. Ingibjörg Isaksen, bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri
  3. Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir búfjárerfðafræðingur
  4. Tryggvi Már Ingvarsson landmælingaverkfræðingur
  5. Sunna Hlín Jóhannesdóttir framhaldsskólakennari
  6. Jóhannes Gunnar Bjarnason, íþróttafræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi
  7. Halldóra Kristín Hauksdóttir, lögmaður
  8. Sverre Andreas Jakobsson, fyrirtækjaráðgjafi og handboltaþjálfari
  9. Óskar Ingi Sigurðsson, rafmagnsiðnfræðingur og kennari
  10. Anna Rakel Pétursdóttir, nemi og knattspyrnukona
  11. Grétar Ásgeirsson, flokksstjóri og vélamaður
  12. Katrín Ásgrímsdóttir, garðyrkjufræðingur
  13. Gunnar Þórólfsson, verkamaður
  14. Ólöf Rún Pétursdóttir, nemi
  15. Siguróli M. Sigurðsson, sagnfræðingur
  16. Ragnhildur Hjaltadóttir, umboðsmaður
  17. Árni Gísli Magnússon, sölumaður
  18. Petrea Ósk Sigurðardóttir, leikskólakennari
  19. Guðrún Rúnardóttir, bókari
  20. Ólafur Ásgeirsson, fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn
  21. María Ingadóttir, launafulltrúi
  22. Páll H. Jónsson, eldri borgari