Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Garðabæ

Deila grein

08/05/2018

Framboðslisti Framsóknar í Garðabæ

Listi Framsóknarflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar var samþykktur einróma á fimmtudag. Listann skipar öflugt fólk sem býr að fjölbreyttri menntun og reynslu úr atvinnulífinu, sem og breytt aldursbil. Málefnin verða kynnt á næstu dögum.
Ármann Höskuldssson eldfjallafræðingur leiðir lista Framsóknar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Í öðru sæti er María Júlía Rúnarsdóttir, lögfræðingur, í því þriðja er Sveinn Gauti Einarsson, umhverfisverkfræðingur, fjórða sætið skipar Einar Karl Birgisson, framkvæmdastjóri, og það fimmta sætið skipar Davíð Freyr Jónsson, framkvæmdastjóri.
Framboðslisti Framsóknar í Garðabæ:

 1. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur
 2. María Júlía Rúnarsdóttir, lögfræðingur
 3.  Sveinn Gauti Einarsson, umhverfisverkfræðingur
 4.  Einar Karl Birgisson, framkvæmdarstjóri
 5.  Davíð Freyr Jónsson, framkvæmdarstjóri
 6.  Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir, menntunarfræðingur, kennari og forstöðumaður
 7.  Inga Þyri Kjartansdóttir, eldri borgari
 8.  Sigurbjörn Rafn Úlfarsson, atvinnurekandi
 9.  Bryndís Einarsdóttir, sálfræðingur
 10.  Eyþór Rafn Þórhallsson, verkfræðingur og dósent
 11.  Sverrir Björn Björnsson, slökkviliðsmaður
 12.  Kári Kárason, flugstjóri
 13.  Halldór Guðbjarnason, viðskiptafræðingur
 14.  Eyjólfur Eyfells, verkefnastjóri
 15.  Þorsteinn Jónsson, verslunarmaður
 16.  Elín Jóhannsdóttir, fyrrv. kennari
 17.  Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi