Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Skagafirði samþykktur

Deila grein

07/04/2014

Framboðslisti Framsóknar í Skagafirði samþykktur

stefna-vagn-stefansson-skagafjordurFramboðslisti Framsóknarfélags Skagafjarðar hefur verið samþykktur fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar 31. maí 2014. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn, leiðir listan líkt og fyrir fjórum árum. Framsóknarmenn eru í meirihlutasamstarfi í sveitarstjórn ásamt Vinstri hreyfingunni grænu framboði.
Framboðslistinn er eftirfarandi:

  1. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn
  2. Sigríður Magnúsdóttir, sérfræðingur
  3. Bjarki Tryggvason, skrifstofustjóri
  4. Viggó Jónsson, forstöðumaður
  5. Þórdís Friðbjörnsdóttir, forstöðumaður
  6. Inga Huld Þórðardóttir, talmeinafræðingur
  7. Ísak Óli Traustason, nemi
  8. Einar Einarsson, bóndi og ráðunautur
  9. Hrund Pétursdóttir, fjármálaráðgjafi
  10. Jóhannes Ríkharðsson, bóndi
  11. Snorri Snorrason, skipstjóri
  12. Ásdís Garðarsdóttir, skólaliði
  13. Bryndís Haraldsdóttir, nemi
  14. Guðrún Sif Gísladóttir, nemi
  15. Ingi Björn Árnason, bóndi
  16. Guðrún Kristín Kristófersdóttir, atvinnurekandi
  17. Gunnar Valgarðsson, forstöðumaður
  18. Einar Gíslason, tæknifræðingur

Á framboðslistanum eru 8 konur 10 karlar. Í efstu 14 sætunum er jafnt kynjahlutfall. Í kosningum árið 2010 fékk flokkurinn fjóra sveitarstjórnarfulltrúa kjörna í sveitarstjórn.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.