Framboðslisti Framsóknarfélags Skagafjarðar hefur verið samþykktur fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar 31. maí 2014. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn, leiðir listan líkt og fyrir fjórum árum. Framsóknarmenn eru í meirihlutasamstarfi í sveitarstjórn ásamt Vinstri hreyfingunni grænu framboði.
Framboðslistinn er eftirfarandi:
- Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn
 - Sigríður Magnúsdóttir, sérfræðingur
 - Bjarki Tryggvason, skrifstofustjóri
 - Viggó Jónsson, forstöðumaður
 - Þórdís Friðbjörnsdóttir, forstöðumaður
 - Inga Huld Þórðardóttir, talmeinafræðingur
 - Ísak Óli Traustason, nemi
 - Einar Einarsson, bóndi og ráðunautur
 - Hrund Pétursdóttir, fjármálaráðgjafi
 - Jóhannes Ríkharðsson, bóndi
 - Snorri Snorrason, skipstjóri
 - Ásdís Garðarsdóttir, skólaliði
 - Bryndís Haraldsdóttir, nemi
 - Guðrún Sif Gísladóttir, nemi
 - Ingi Björn Árnason, bóndi
 - Guðrún Kristín Kristófersdóttir, atvinnurekandi
 - Gunnar Valgarðsson, forstöðumaður
 - Einar Gíslason, tæknifræðingur
 
Á framboðslistanum eru 8 konur 10 karlar. Í efstu 14 sætunum er jafnt kynjahlutfall. Í kosningum árið 2010 fékk flokkurinn fjóra sveitarstjórnarfulltrúa kjörna í sveitarstjórn.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.
