Framboðslisti B-lista Framsóknar og annara framfarasinna í Húnaþingi vestra hefur verið samþykktur.
Þorleifur Karl Eggertsso, símsmiður, er oddvitaefni listans, annað sætið skipar Ingveldur Ása Konráðsdóttir, þroskaþjálfi og bóndi, og það þriðja Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, atvinnuráðgjafi.
Framboðslistann skipa 8 konur og 6 karlar. Á myndinni eru frá vinstri: Friðrik Már Sigurðsson, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, Ingveldur Ása Konráðsdóttir og Þorleifur Karl Eggertsson.
Framboðslist Framsóknarmanna og annarra framfarasinna í Húnaþingi vestra:
- Þorleifur Karl Eggertsson, símsmiður
- Ingveldur Ása Konráðsdóttir, þroskaþjálfi og bóndi
- Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, atvinnuráðgjafi
- Friðrik Már Sigurðsson, hestafræðingur
- Ingimar Sigurðsson, bóndi og sveitarstjórnarfulltrúi
- Valdimar H. Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi
- Sigríður Elva Ársælsdóttir, deildarstjóri
- Elín Lilja Gunnarsdóttir, bóndi
- Erla Ebba Gunnarsdóttir, bóndi
- Sigurður Kjartansson, bóndi
- Gerður Rósa Sigurðardóttir, bankastarfsmaður
- Eydís Bára Jóhannsdóttir, sérkennari
- Guðmundur Ísfeld, handverksbóndi
- Elín R. Líndal, framkvæmdastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi