Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Garði og Sandgerði

Deila grein

03/04/2018

Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Garði og Sandgerði

B-listi Framsóknar og óháðra í sameiginlegu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis hefur verið samþykktur vegna sveitarstjórnarkosninganna þann 26. maí næstkomandi. Á listanum eru 10 konur og 8 karlar, þar af eru 3 konur í efstu 4 sætum listans segir í fréttatilkynningu, en núverandi bæjarfulltrúi B-listans í Sandgerði, Daði Bergþórsson, leiðir listann.
Í öðru sæti er Álfhildur Sigurjónsdóttir, varabæjarfulltrúi og tollmiðlari, og í því þriðja er Thelma Dögg Þorvaldsdóttir, myndlistarkennari. Í heiðurssæti listans er Guðmundur Skúlason, bæjarfulltrúi, en hann hefur leitt B-listann í Sandgerði frá árinu 2010.
„Ég er gífurlega ánægður með þennan fjölbreytta og vel skipaðan framboðslista. Málefnavinna er að fara í gang og hvetjum við alla áhugasama bæjarbúa að taka þátt í því með okkur“, segir Daði Bergþórsson oddviti B-lista Framsóknar og óháðra.
„Mikil tilhlökkun og gleði er ríkjandi í framboðshópnum og vilji til að fylgja eftir sameiningu Garðs og Sandgerðis með mikilli og góðri uppbyggingu og gera gott samfélag enn betra. Ég fer bjartsýnn inní baráttuna og vongóður um góða niðurstöðu.“
Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Garði og Sandgerði:

 1. Daði Bergþórsson, bæjarfulltrúi og deildarstjóri
 2. Álfhildur Sigurjónsdóttir, varabæjarfulltrúi og tollmiðlari
 3. Thelma Dögg Þorvaldsdóttir, myndmenntakennari
 4. Erla Jóhannsdóttir, grunnskólakennari
 5. Eyjólfur Ólafsson, varabæjarfulltrúi og rafeindavirkameistari
 6. Úrsúla María Guðjónsdóttir, laganemi
 7. Guðrún Pétursdóttir, flugverndarstarfsmaður
 8. Unnar Már Pétursson, vaktstjóri
 9. Jóna María Viktorsdóttir, þjónustufulltrúi
 10. Jónas Eydal Ármannsson, framhaldsskólakennari
 11. Aldís Vala Hafsteinsdóttir, viðskiptafræðinemi
 12. Sigurjón Elíasson, tækjastjóri
 13. Berglind Mjöll Tómasdóttir, varabæjarfulltrúi og vaktstjóri
 14. Bjarki Dagsson, kerfisstjóri
 15. Hulda Ósk Jónsdóttir, verkstjóri
 16. Jón Sigurðsson, bóndi
 17. Ólöf Hallsdóttir, húsmóðir
 18. Guðmundur Skúlason, bæjarfulltrúi og aðstoðarvarðstjóri