Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Hafnarfirði

Deila grein

26/03/2018

Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Hafnarfirði

Framsóknarflokkurinn býður fram lista með óháðum í Hafnarfirði og er Ágúst Bjarni Garðarsson oddviti listans. Í öðru sæti er Valdimar Víðisson, skólastjóri Öldutúnsskóla og í því þriðja er Jóhanna Erla Guðjónsdóttir félagsráðgjafi. Listan skipa 11 konur og 11 karlar.
Í fréttatilkynningu segir að flokkurinn sé tilbúinn að vinna með öllum stjórnmálaflokkum í bænum.
Meðal loforða framboðsins er að börn komist inn á leikskóla við 12 mánaða aldur, fríar skólamáltíðir fyrir grunnskólabörn, lækka lóðaverð og bæta akstursþjónustu fyrir eldri borgara.
Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Hafnarfirði:

  1. Ágúst Bjarni Garðarsson, 30 ára, aðstoðarmaður ráðherra
  2. Valdimar Víðisson, 39 ára, skólastjóri Öldutúnsskóla
  3. Jóhanna Erla Guðjónsdóttir, 40 ára, félagsráðgjafi
  4. Margrét Vala Marteinsdóttir, 32 ára, forstöðumaður Reykjadals
  5. Einar Baldvin Brimar, 20 ári, nemi við Flensborgarskólann
  6. Magna Björk Ólafsdóttir, 38 ára, bráðahjúkrunarfræðingur
  7. Brynjar Þór Gestsson, 44 ára, knattspyrnuþjálfari
  8. Anna Karen Svövudóttir, 41 ára, þýðandi og túlkur
  9. Þórður Ingi Bjarnason, 45 ára, ferðamálafræðingur
  10. Jóhanna Margrét Fleckenstein, 41 ára, forstöðumaður
  11. Árni Rúnar Árnason, 45 ára, forstöðumaður íþróttamannvirkja
  12. Njóla Elísdóttir, 59 ára, hjúkrunarfræðingur
  13. Guðmundur Fylkisson, 52 ára, lögreglumaður
  14. Selma Dögg Ragnarsdóttir, 34 ára, byggingaiðnfræðingur
  15. Ingvar Kristinsson, 55 ára, verkfræðingur
  16. Linda Hrönn Þórisdóttir, 43 ára, uppeldis- og menntunarfræðingur
  17. Ólafur Hjálmarsson, 67 ára, vélfræðingur
  18. Elísabet Hrönn Gísladóttir, 43 ára, hársnyrtir
  19. Guðlaugur Siggi Hannesson, 29 ára, laganemi
  20. Þórey Anna Matthíasdóttir, 60 ára, atvinnubílstjóri og leiðsögumaður
  21. Sigurður Eyþórsson, 47 ára, framkvæmdarstjóri
  22. Elín Ingigerður Karlsdóttir, 79 ára, matráðskona