Framsóknarflokkurinn býður fram lista með óháðum í Hafnarfirði og er Ágúst Bjarni Garðarsson oddviti listans. Í öðru sæti er Valdimar Víðisson, skólastjóri Öldutúnsskóla og í því þriðja er Jóhanna Erla Guðjónsdóttir félagsráðgjafi. Listan skipa 11 konur og 11 karlar.
Í fréttatilkynningu segir að flokkurinn sé tilbúinn að vinna með öllum stjórnmálaflokkum í bænum.
Meðal loforða framboðsins er að börn komist inn á leikskóla við 12 mánaða aldur, fríar skólamáltíðir fyrir grunnskólabörn, lækka lóðaverð og bæta akstursþjónustu fyrir eldri borgara.
Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Hafnarfirði:
- Ágúst Bjarni Garðarsson, 30 ára, aðstoðarmaður ráðherra
- Valdimar Víðisson, 39 ára, skólastjóri Öldutúnsskóla
- Jóhanna Erla Guðjónsdóttir, 40 ára, félagsráðgjafi
- Margrét Vala Marteinsdóttir, 32 ára, forstöðumaður Reykjadals
- Einar Baldvin Brimar, 20 ári, nemi við Flensborgarskólann
- Magna Björk Ólafsdóttir, 38 ára, bráðahjúkrunarfræðingur
- Brynjar Þór Gestsson, 44 ára, knattspyrnuþjálfari
- Anna Karen Svövudóttir, 41 ára, þýðandi og túlkur
- Þórður Ingi Bjarnason, 45 ára, ferðamálafræðingur
- Jóhanna Margrét Fleckenstein, 41 ára, forstöðumaður
- Árni Rúnar Árnason, 45 ára, forstöðumaður íþróttamannvirkja
- Njóla Elísdóttir, 59 ára, hjúkrunarfræðingur
- Guðmundur Fylkisson, 52 ára, lögreglumaður
- Selma Dögg Ragnarsdóttir, 34 ára, byggingaiðnfræðingur
- Ingvar Kristinsson, 55 ára, verkfræðingur
- Linda Hrönn Þórisdóttir, 43 ára, uppeldis- og menntunarfræðingur
- Ólafur Hjálmarsson, 67 ára, vélfræðingur
- Elísabet Hrönn Gísladóttir, 43 ára, hársnyrtir
- Guðlaugur Siggi Hannesson, 29 ára, laganemi
- Þórey Anna Matthíasdóttir, 60 ára, atvinnubílstjóri og leiðsögumaður
- Sigurður Eyþórsson, 47 ára, framkvæmdarstjóri
- Elín Ingigerður Karlsdóttir, 79 ára, matráðskona