Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknarmanna og félagshyggjufólks í Dalvíkurbyggð

Deila grein

26/03/2018

Framboðslisti Framsóknarmanna og félagshyggjufólks í Dalvíkurbyggð

B-listi Framsóknar- og félagshyggjufólks í Dalvíkurbyggð 2018 var lagður fram og samþykktur einróma í fulltrúaráði þann 15. mars. B-listann skipa einstaklingar alls staðar að úr Dalvíkurbyggð með víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og er kynjahlutfall jafnt á listanum, 7 konur og 7 karlar.
Katrín Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Sölku-Fiskmiðlunar hf. skipar efsta sæti listans en hún sat í bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar á árunum 1994-2004 fyrir B-listann. Í öðru sæti er Jón Ingi Sveinsson, framkvæmdastjóri og í því þriðja er Þórhalla Franklín Karlsdóttir, þroskaþjálfi. Í heiðurssæti listans er Atli Friðbjörnsson á Hóli, bóndi og fyrrv. oddviti.
Málefnavinna er farin í gang. Mikil tilhlökkun og gleði er ríkjandi í framboðshópnum og vilji til að fylgja eftir mikilli og góðri uppbyggingu sveitarfélagsins og gera gott byggðarlag enn betra.
Framboðslisti Framsóknarmanna og félagshyggjufólks í Dalvíkurbyggð:

 1. Katrín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri
 2. Jón Ingi Sveinsson, framkvæmdastjóri
 3. Þórhalla Franklín Karlsdóttir, þroskaþjálfi
 4. Felix Rafn Felixson, viðskiptafræðingur
 5. Jóhannes Tryggvi Jónsson, sjúkraflutningamaður og bakari
 6. Lilja Guðnadóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir
 7. Tryggvi Kristjánsson, verslunarstjóri
 8. Kristinn Bogi Antonsson, viðskiptastjóri
 9. Monika Margrét Stefánsdóttir, MA í heimskautarétti
 10. Sigvaldi Gunnlaugsson, vélvirki
 11. Hólmfríður Margrét Sigurðardóttir, glerlistakona
 12. Guðrún Erna Rúdólfsdóttir, verslunarstjóri
 13. Eydís Arna Hilmarsdóttir, sjúkraliði
 14. Atli Friðbjörnsson, bóndi og fv.oddviti