Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Sandgerði samþykktur

Deila grein

07/04/2014

Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Sandgerði samþykktur

Á félagsfundi Framsóknarfélags Sandgerðis 6. apríl var samþykkt tillaga uppstillingarnefndar að framboðslisti Framsóknar og óháðra í Sandgerði við sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí 2014. Guðmundur Skúlason, öryggisvörður og bæjarfulltrúi, leiðir listann líkt og fyrir fjórum árum. Í öðru sæti er Daði Bergþórsson, deildarstjóri og í þriðja sæti er Valgerður Guðbjörnsdóttir, grunnskólakennari.
sandgerdi-frambodslistinn
Listann skipa eftirtaldir:

  1. Guðmundur Skúlason, öryggisvörður og bæjarfulltrúi
  2. Daði Bergþórsson, deildarstjóri
  3. Valgerður Guðbjörnsdóttir, grunnskólakennari
  4. Jóna María Viktorsdóttir, húsmóðir
  5. Eyjólfur Ólafsson, rafeindavirki
  6. Berglind Mjöll Tómasdóttir, skrifstofumaður
  7. Hjörtur Fjeldsted, knattspyrnuþjálfari
  8. Guðrún Pétursdóttir, húsmóðir
  9. Þorgeir Karl Gunnarsson, starfsmaður IGS
  10. Agnieszka Woskresinska, þýðandi
  11. Bjarki Dagsson, nemi í tölvunarfræði
  12. Gréta Ágústsdóttir, húsmóðir
  13. Jón Sigurðsson, verkstjóri IGS
  14. Unnur Sveindís Óskarsdóttir, verslunarstjóri

Listann skipa 7 konur og 7 karlar. Framsóknarflokkurinn er með einn fulltrúa í bæjarstjórn í dag.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.