Á félagsfundi Framsóknarfélags Sandgerðis 6. apríl var samþykkt tillaga uppstillingarnefndar að framboðslisti Framsóknar og óháðra í Sandgerði við sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí 2014. Guðmundur Skúlason, öryggisvörður og bæjarfulltrúi, leiðir listann líkt og fyrir fjórum árum. Í öðru sæti er Daði Bergþórsson, deildarstjóri og í þriðja sæti er Valgerður Guðbjörnsdóttir, grunnskólakennari.
Listann skipa eftirtaldir:
- Guðmundur Skúlason, öryggisvörður og bæjarfulltrúi
- Daði Bergþórsson, deildarstjóri
- Valgerður Guðbjörnsdóttir, grunnskólakennari
- Jóna María Viktorsdóttir, húsmóðir
- Eyjólfur Ólafsson, rafeindavirki
- Berglind Mjöll Tómasdóttir, skrifstofumaður
- Hjörtur Fjeldsted, knattspyrnuþjálfari
- Guðrún Pétursdóttir, húsmóðir
- Þorgeir Karl Gunnarsson, starfsmaður IGS
- Agnieszka Woskresinska, þýðandi
- Bjarki Dagsson, nemi í tölvunarfræði
- Gréta Ágústsdóttir, húsmóðir
- Jón Sigurðsson, verkstjóri IGS
- Unnur Sveindís Óskarsdóttir, verslunarstjóri
Listann skipa 7 konur og 7 karlar. Framsóknarflokkurinn er með einn fulltrúa í bæjarstjórn í dag.
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.