Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar-, samvinnu- og félagshyggjufólks á Seyðisfirði samþykktur

Deila grein

12/05/2014

Framboðslisti Framsóknar-, samvinnu- og félagshyggjufólks á Seyðisfirði samþykktur

vilhjalmurFramboðslisti Framsóknarfélags Seyðisfjarðar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar 31. maí hefur verið samþykktur. Vilhjálmur Jónsson, bæjarstjóri, leiðir listann og í öðru sæti er Unnar B. Sveinlaugsson, vélsmiður. B-listi Framsóknar-, samvinnu- og félagshyggjufólks fékk tvo fulltrúa á Seyðisfirði á síðasta kjörtímabili.
Listann skipa eftirtaldir:
1. Vilhjálmur Jónsson, bæjarstjóri
2. Unnar B. Sveinlaugsson, vélsmiður
3. Örvar Jóhannsson, rafvirkjanemi
4. Óla B. Magnúsdóttir, skrifstofumaður
5. Sigríður Stefánsdóttir, loftskeytamaður
6. Rúnar Gunnarsson, fiskverkamaður
7. Hjalti Þór Bergsson, bifreiðastjóri
8. Eygló Björg Jóhannsdóttir, bókari
9. Gunnhildur Eldjárnsdóttir, eldri borgari
10. Sigurður Ormar Sigurðsson, bæjarstarfsmaður
11. Snorri Jónsson, vinnslustjóri
12. Ingibjörg Svanbergsdóttir, eldri borgari
13. Páll Vilhjálmsson, sjómaður
14. Þórdís Bergsdóttir, framkvæmdastjóri
Listann skipa 6 konur og 8 karlar.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.