Framboðslisti Framsóknarflokksins í Kópavogi var samþykktur í gærkvöldi. Birkir Jón Jónsson bæjarfulltrúi flokksins leiðir listanna. Í öðru sæti er Helga Hauksdóttir, lögfræðingur og í því þriðja Baldur Þór Baldvinsson, formaður Félags eldri borgara.
Framboðslistinn er skipaður 11 konum og 11 körlum. Á myndinni eru frá vinstri: Baldur Þór Baldvinsson, Gunnar Sær Ragnarsson, Helga Hauksdóttir, Sverrir Kári Karlsson, Birkir Jón Jónsson, Kristín Hermannsdóttir, Björg Baldursdóttir og Helga María Hallgrímsdóttir.
Framboðslisti Framsóknarflokksins í Kópavogi:
- Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi og fv.alþingismaður
- Helga Hauksdóttir, lögfræðingur
- Baldur Þór Baldvinsson, form. Félags eldri borgara
- Kristín Hermannsdóttir, nemi og tamningakona
- Sverrir Kári Karlsson, verkfræðingur
- Helga María Hallgrímsdóttir, sérkennari
- Gunnar Sær Ragnarsson, háskólanemi
- Björg Baldursdóttir, skólastjóri
- Hjörtur Sveinsson, rafvirki
- Ólöf Pálína Úlfarsdóttir, kennari
- Sigurður H. Svavarsson, rekstrarstjóri
- Sóley Ragnarsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra
- Jónas Þór, sagnfræðingur og fararstjóri
- Guðrún Viggósdóttir, fv.deildarstjóri
- Magnús Guðjónsson, framkvæmdastjóri
- Dóra Georgsdóttir, eldri borgari
- Páll Marís Pálsson, háskólanemi
- Valdís Björk Guðmundsdóttir, háskólanemi
- Sigurbjörg Vilmundardóttir, leikskólastjóri
- Kristinn Dagur Gissuarson, viðskiptafræðingur
- Kristbjörg Þórisdóttir, sálfræðingur og varaþingmaður
- Willum Þór Þórsson, alþingismaður