Categories
Fréttir

Framsókn breytti nefndarskipan til að jafna kynjahlutföll

Deila grein

14/06/2013

Framsókn breytti nefndarskipan til að jafna kynjahlutföll

althingiGerðar voru breytingar á nefndarskipunum hjá  stjórnarflokkunum til þess að leiðrétta kynjahlutföll í fasta- og alþjóðanefndum Alþingis.

  • Allsherjar- og menntamálanefnd: Elsa Lára Arnardóttir tekur sæti í stað Willums Þórs Þórssonar.
  • Efnahags- og viðskiptanefnd: Willum Þór Þórsson verður 2. varaformaður í stað Páls Jóhanns Pálssonar, Líneik Anna Sævarsdóttir tekur sæti í stað Páls Jóhanns Pálssonar. Ragnheiður Ríkharðsdóttir tekur sæti í stað Brynjars Níelssonar.
  • Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd: Willum Þór Þórsson tekur sæti í stað Líneikar Önnu Sævarsdóttur.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd: Brynjar Níelsson tekur sæti í stað Ragnheiðar Ríkharðsdóttur.
  • Velferðarnefnd: Páll Jóhann Pálsson tekur sæti í stað Elsu Láru Arnardóttur.
  • Íslandsdeild Evrópuráðsins: Unnur Brá Konráðsdóttir tekur sæti varamanns í stað Guðlaugs Þórs Þórðarsonar.
  • Íslandsdeild þings ÖSE: Guðlaugur Þór Þórðarson tekur sæti varamanns í stað Unnar Brár Konráðsdóttur.

Var þetta tilkynnt við upphaf þingfundar í gær, 13. júní.