Categories
Fréttir

Framsóknarfélag Múlaþings samþykkir framboðslista

Deila grein

21/08/2020

Framsóknarfélag Múlaþings samþykkir framboðslista

Framboðslisti fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í nýju sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar, var samþykktur á almennum félagsfundi Framsóknarfélags Múlaþings sem fram fór í gær. Kosið verður til sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags 19. september næstkomandi.

Framboðslisti Framsóknar hefur tekið lítils háttar breytingum frá listanum sem búið var að samþykkja vegna áður boðaðra kosninga í vor.

Vilhjálmur Jónsson, bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri á Seyðisfirði, færist úr þriðja sæti upp í annað sæti. Jónína Brynjólfsdóttirverkefnastjóri hjá Austurbrú, færist úr fimmta sæti upp í það þriðja og Helga Erla Erlendsdóttir, fyrrverandi skólastjóri á Borgarfirði, fer að eigin ósk úr öðru sæti í það fimmta.

Stefán Bogi Sveinsson, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, leiðir framboðslistann og Eiður Ragnarsson, ferðaþjónustubóndi og fyrrverandi bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð, skipar fjórða sæti framboðslistans.

Framboðslisti Framsóknar var samþykktur samhljóða og mikill hugur er í Framsóknarfólki fyrir komandi kosningar. Sérstakur gestur fundarins var Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, sem færði fundinum og frambjóðendum kveðjur frá þingflokki Framsóknarmanna.

B-lista Framsóknarflokks fyrir sveitarstjórnarkosningar í nýju sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar, 19. september næstkomandi skipa:

 1. Stefán Bogi Sveinsson, bæjarfulltrúi, Fljótsdalshéraði
 2. Vilhjálmur Jónsson, bæjarfulltrúi, Seyðisfirði
 3. Jónína Brynjólfsdóttir, Fljótsdalshéraði
 4. Eiður Ragnarsson, Djúpavogi
 5. Helga Erla Erlendsdóttir, Borgarfirði eystri
 6. Helga Rós Magnúsdóttir, Seyðisfirði
 7. Benedikt Hlíðar Stefánsson, Fljótsdalshéraði
 8. Alda Ósk Harðardóttir, Fljótsdalshéraði
 9. Guðmundur Björnsson Hafþórsson, Fljótsdalshéraði
 10. Jón Björgvin Vernharðsson, Fljótsdalshéraði
 11. Gunnhildur Helga Eldjárnsdóttir, Seyðisfirði
 12. Karl Snær Valtingojer, hreppsnefndarmaður, Djúpavogi
 13. Guðrún Ásta Friðbertsdóttir, Fljótsdalshéraði
 14. Þorsteinn Kristjánsson, Borgarfirði eystra
 15. Valgeir Sveinn Eyþórsson, Fljótsdalshéraði
 16. Óla Björg Magnúsdóttir, Seyðisfirði
 17. Eiður Gísli Guðmundsson, Djúpavogi
 18. Guðfinna Harpa Árnadóttir, Fljótsdalshéraði
 19. Hjalti Þór Bergsson, Seyðisfirði
 20. Aðalheiður Björt Unnarsdóttir, Fljótsdalshéraði
 21. Þorvaldur Jóhannsson, fv. Bæjarstjóri, Seyðisfirði
 22. Gunnhildur Ingvarsdóttir, Fljótsdalshéraði

Mynd: Frá vinstri, Eiður Ragnarsson, Vilhjálmur Jónsson, Stefán Bogi Sveinsson og Jónína Brynjólfsdóttir.