Categories
Fréttir

Fyrir frumkvæði og vinnu Þingflokks Framsóknarmanna – ætlað að styrkja grunnrannsóknir í sýklalyfjaónæmi vegna matvælaöryggis og vernd búfjárstofna

Deila grein

05/02/2020

Fyrir frumkvæði og vinnu Þingflokks Framsóknarmanna – ætlað að styrkja grunnrannsóknir í sýklalyfjaónæmi vegna matvælaöryggis og vernd búfjárstofna

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi, segir í yfirlýsingu í dag að það sé fyrir frumkvæði og vinnu Þingflokks Framsóknarmanna að á koppinn sé kominn sjóður í samræmi við aðgerðaráætlun um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna. Þórarinn Ingi Pétursson og Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismenn Framsóknar, unnu ötullega að verkefninu í atvinnuveganefnd Alþingis s.l. vor. En stofnaður var í dag „Sýklalyfjaónæmis- og súnusjóður“ og hafa úthlutunarreglur sjóðsins verið birtar með formlegum hætti.
Tilgangur sjóðsins er að fjármagna verkefni undir formerkjum „Einnar heilsu“ (e. One Health) í baráttunni gegn sýklalyfjaónæmi. Sjóðurinn mun, meðal annars, styrkja grunnrannsóknir í sýklalyfjaónæmi, auk þess að greiða fyrir skimun og vöktun á sýklalyfjaónæmi í dýrum, matvælum, umhverfi og fóðri. Sjóðurinn er settur á laggirnar í samræmi við aðgerðaráætlun um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna og sameiginlegt átak ráðherranna um að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi.
Í greininni „matvælalöggjöf“ eftir Þórarinn Inga og Höllu Signý í Bændablaðinu frá því í sumar segir m.a.:

„Framsóknarflokkurinn hefur í vetur tekið sér stöðu og verið óhræddur við að benda á þá ógn sem við stöndum frammi fyrir hvað varðar fjölónæmar bakteríur. Þessar áhyggjur eru ekki gripnar úr lausu lofti. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er sýklalyfjaónæmi einhver mesta ógn við heilsufar manna í dag.
Undir þetta taka fjölmargir sérfræðingar á sviði sýkla- og veirufræða. Þeir hafa brýnt fyrir okkur að verja þurfi þá sérstöðu sem við búum við á Íslandi. Við afgreiðslu lagabreytinga um innflutning ferskra matvæla náðist góð samvinna í atvinnuveganefnd sem skilaði niðurstöðu sem rímar vel við landbúnaðarkafla stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.
Þar segir að Ísland eigi að vera leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum en auk þess boðar ríkisstjórnin metnaðarfull áform í loftslagsmálum.“