Categories
Fréttir

Fyrirspurn til matvælaráðherra

Deila grein

06/12/2022

Fyrirspurn til matvælaráðherra

Eftir samtal við bændur lagði Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar og fyrsti þingmaður norðausturkjördæmis eftirfarandi spurningar, vegna greiðslumarks sauðfjárbænda, til matvælaráðherra:

Spurningar í fyrirspurninni eru eftirfarandi:
1. Hyggst ráðherra trappa niður greiðslumark til sauðfjárbænda fyrir endurskoðun samninga við þá?
2. Ef svo er. Hver eru helstu rökin fyrir því að trappa niður greiðslumark þegar stutt er í endurskoðun samninganna?
3. Getur framkvæmdanefnd búvörusamninga komið til móts við ofangreinda niðurtröppun með vísun í 2. mgr. 7. gr. reglugerðar um stuðning við sauðfjárrækt nr. 144/2022?

Fyrirspurnir Ingibjargar voru lagðar fram 5. desember 2022.