Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknar, segir tækifæri framtíðarinnar á sveitarstjórnarstiginu sé „að pólitísk forysta er efld í sveitarfélögum um allt land, til hagsbóta fyrir einstök byggðarlög og íbúana. Ákvæði um íbúamark felur ekki í sér sameiningu byggðarlaga, að þeim þarf að hlúa áfram með ráðum og dáð. Hins vegar er pólitíska forystan sameinuð, stjórnsýslan gerð öflugri og hagkvæmari til hagsbóta fyrir alla – þó aðallega íbúana.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu hans í dag.
„Ég hef trú á að þessi stefna leiði sveitarstjórnarstigið vel til móts við framtíðina – til að nýta tækifærin og til að takast á við áskoranir,“ segir Sigurður Ingi.
Aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga stendur nú yfir. Þar er rætt um stefnumótun sveitarstjórnarstigsins en þingsályktunartillaga verður lögð fram á Alþingi í haust.
Categories
„Gerð öflugri og hagkvæmari til hagsbóta fyrir alla – þó aðallega íbúana“
06/09/2019
„Gerð öflugri og hagkvæmari til hagsbóta fyrir alla – þó aðallega íbúana“