Categories
Fréttir

Glæsilegt Flokksþing Framsóknar

Deila grein

22/04/2024

Glæsilegt Flokksþing Framsóknar

37. Flokksþing Framsóknar var haldið á Hilton Reykjavík Nordica síðastliðna helgi. Þingið var stórglæsilegt í alla staði, en þar kom fjöldi Framsóknarfólks af landinu öllu saman.

Flokksþing Framsóknar hefur æðsta vald í málefnum flokksins, kýs flokknum forystu og leggur línur hvað varðar málefni og stefnu flokksins. Starfið í aðdraganda þingsins og á þinginu er sannkölluð lýðræðisveisla þar sem á þriðja hundrað félaga tók virkan þátt í yfirferð á stefnu flokksins með þátttöku í málefnastarfi.

Forystan endurkjörin með yfirgnæfandi stuðningi

Forysta Framsóknar endurnýjaði á þinginu umboð sitt með yfirgnæfandi stuðningi þingsins. Formaður flokksins Sigurður Ingi Jóhannsson, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður og Ásmundur Einar Daðason, ritari flokksins, hlutu öll glæsilega kosningu.

Samþykktar voru allmargar ályktanir og munu þær birtast í heild sinni á næstu dögum. Jafnframt voru samþykktar breytingar á lögum flokksins eftir viðamikla vinnu starfshóps um innra starf flokksins undir forystu Ásmundar Einars Daðasonar, ritara flokksins.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, með yfirlitsræðu á flokksþingi.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar, með ræðu á flokksþingi.

Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, með ávarp á flokksþingi.