Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, segir grafalvarlega stöðu víða um land, rafmagnsleysi, fjarskiptaleysi, illfærð á vegum og veðurhæð mikil. Það bætti ekki úr skák að það sé óvenjuleg veðurhæð, mikil ofankoma og hitastigið hefur unnið allt saman með að gera ástandið alvarlega, sérstaklega fyrir flutningslínu rafmagns. Þetta kemur fram í yfirlýsingu hennar í dag.
Í Skagafirði hefur verið rafmagnslaust í sólarhring. Skagfirðingar hafa barist fyrir styrkingu flutningsleiða sem myndi jafnvel mæta þessum vanda að nokkur leiti.
„Rafmagnslaust hefur verið á Sauðárkróki og víðar í sólarhring. Keyrt hefur verið á varaafli alveg síðan þá. „Auðvitað hefur þetta truflað björgunarstörf en þetta hefur ekki truflað þau þannig að þetta hafi hamlað okkur að stóru leyti, ekki enn. Viðbragðsaðilar hér hafa getað verið í sambandi sín í milli en samskiptin út hafa ekki verið með þeim hætti sem þau eiga að vera.“
Categories
Grafalvarleg staða víða um land
11/12/2019
Grafalvarleg staða víða um land