Categories
Fréttir

Grípa þarf til forvarna

Deila grein

13/09/2016

Grípa þarf til forvarna

160218-Þorsteinn Sæmundsson„Forseti. Það sem rekur mig hér upp í dag eru fréttir sem hafa borist frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um að í júlímánuði síðastliðnum hafi verið tilkynnt um fleiri kynferðisbrot á höfuðborgarsvæðinu en síðan í ágúst 2013. Það virðist sem þessi þróun haldi áfram í ágúst og það hefur m.a. annars verið upplýst að fjórar nauðganir hafi verið kærðar eftir síðastliðna menningarnótt í Reykjavík. Þetta er mikið alvörumál að mínum dómi og það er satt að setja óþolandi að konur, því að mest eru það konur sem verða fyrir barðinu á þessum þrælmennum, geti ekki verið óhultar í Reykjavík. Við höfum ekki upplýsingar um þessi brot, þ.e. við höfum ekki upplýsingar um eðli þeirra, þær vantar. Það vantar að vita hvort kringumstæður eru eitthvað svipaðar í þessum málum. Það vantar að vita hvort verið er að byrla konum ólyfjan. Það þurfum við vita vegna þess að við blasir að grípa þarf til aðgerða til að hindra þessa þróun. Það þarf að grípa til forvarna sem mest eru í því fólgnar að beina kastljósinu að gerendum í þessum málaflokki, sem eru að miklum meiri hluta til karlar. Það þýðir að innprenta þarf ungum piltum snemma hvernig maður kemur ekki fram við konur. Þetta þarf að innprenta og karlmenn þurfa að grípa til ráða og tala við aðra karlmenn um að þessi hegðun sé ekki líðandi og ekki sé líðandi að neyta aflsmunar til að koma fram vilja sínum gagnvart konum. Þess vegna hvet ég til þess, herra forseti, að lögreglan á höfðuborgarsvæðinu og Stígamót taki höndum saman og upplýsi okkur betur um kringumstæður þeirra mála sem hér um ræðir, þannig að hægt sé að grípa til ráðstafana til þess að hamla þessari öfugþróun.“
Þorsteinn Sæmundsson  í störfum þingsins 13. september 2016 .