„Gulir strætóar aka nú um strætin með svart yfirvaraskegg. Mottumars er hafinn. Þriðji hver karlmaður getur búist við að fá krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni og algengustu krabbamein karla eru í blöðruhálskirtli, ristli og lungum. Jón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir krabbameinsskrár og prófessor í meinafræði við læknadeild Háskóla Íslands, hefur rannsakað ristilkrabbamein í mörg ár. Í viðtali í Fréttatímanum fyrir helgi segir hann að flestar rannsóknir bendi til þess að mikla aukningu ristilkrabbameins megi rekja til vestræns mataræðis, offitu og hreyfingarleysis,“ sagði Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður, í störfum þingsins í gær.
„Alþingi samþykkti þingsályktunartillögu á liðnu vorþingi um að hefja skimanir á blöðruhálskrabbameini, en einnig er mikilvægt að hefja skimun á ristil- og endaþarmskrabbameini sem fyrst. Sýnt hefur verið fram á að slík skimun lækki dánartíðni hjá körlum um 73% og hjá konum um 82%. Rannsóknir sýna að leit að ristilkrabbameini er hagkvæm forvarnaríhlutun,“ sagði Silja Dögg.
Ræða Silju Daggar Gunnarsdóttur:
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.
Categories
Hafin verði skipuleg leit að ristilkrabbameini
03/03/2015
Hafin verði skipuleg leit að ristilkrabbameini