Categories
Fréttir

Hafnarfjörður hljóti viðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag

Deila grein

28/03/2019

Hafnarfjörður hljóti viðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag

Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, segir í yfirlýsingu í gær að Hafnarfjarðarbæjar hafi skrifað undir samstarfssamning við UNICEF og að sveitarfélagið muni hefja vinnu við að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Við stefnum að því að hljóta viðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag UNICEF á Íslandi,“ segir Ágúst Bjarni.
„Börn eru í for­grunni hjá Hafn­ar­fjarðarbæ og með þess­um samn­ing við UNICEF á Íslandi vilj­um við færa þá áherslu yfir í orð og ferla. Barna­sátt­mál­inn er og verður okk­ar viðmið og rauður þráður í þjón­ust­unni gagn­vart börn­um og fjöl­skyld­um í bæn­um. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn og þar spil­ar sveit­ar­fé­lagið stórt hlut­verk. Við vilj­um skapa sam­fé­lag þar sem börn­um á öll­um aldri líður vel og fái notið per­sónu­legr­ar þjón­ustu, hvatn­ing­ar og stuðnings í gegn­um sín upp­vaxt­ar­ár. Ég hlakka til sam­starfs­ins og þess að leggja enn frek­ar lín­urn­ar í þess­um mála­flokki.“
„Ég tek heilshugar undir þessi orð bæjarstjóra,“ segir Ágúst Bjarni.