Categories
Fréttir

Hefja skal vinnu við nauðsynlegar rannsóknir og frumhönnun á jarðgöngum undir Tröllaskaga

Deila grein

25/10/2019

Hefja skal vinnu við nauðsynlegar rannsóknir og frumhönnun á jarðgöngum undir Tröllaskaga

„Þessa vikuna hef ég setið á þingi sem hefur verið mjög áhugavert. Lagði fram mína fyrstu þingsályktunartillögu sem fjallar um að fela samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að hefja vinnu við nauðsynlegar rannsóknir og frumhönnun á jarðgöngum undir Tröllaskaga. Mjög mikilvægt mál í samgöngum og þjónustu á Norðurlandi og mun breyta miklu fyrir íbúa og gesti á Norðurlandi.“ Þetta segir Stefán Vagn Stefánsson, alþingismaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, í yfirlýsingu í gær.
Tillögureinin hljóðar svo:

Alþingi ályktar að fela samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að láta hefja vinnu við rannsóknir, frumhönnun og mat á hagkvæmni á gerð jarðganga á Tröllaskaga. Ráðherra skili Alþingi skýrslu með niðurstöðum fyrir árslok 2020.

„Með þingsályktunartillögu þessari er lagt til að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra láti hefja vinnu við rannsóknir, frumhönnun og mat á hagkvæmni á gerð jarðganga á Tröllaskaga. Tröllaskagagöng hafa komið til umræðu við og við á liðnum árum. Hefur þá einkum verið rætt um tvo valkosti, annars vegar göng frá Hofsdal yfir í Barkárdal og hins vegar tvenn jarðgöng sem færu fyrst úr Hörgárdal yfir í Skíðadal, sem er inn af Svarfaðardal, og þaðan vestur í Kolbeinsdal í Skagafirði,“ segir í greinargerð tillögunnar.