Categories
Fréttir

„Hefj­um störf“

Deila grein

13/03/2021

„Hefj­um störf“

Ásmund­ur Ein­ar Daðason, fé­lags- og barna­málaráðherra, hef­ur með und­ir­rit­un reglu­gerðar sett af stað sér­stakt at­vinnu­átak und­ir yf­ir­skrift­inni „Hefj­um störf“. Aðgerðirn­ar kynnti hann á opn­um blaðamanna­fundi ásamt Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra.

Mark­miðið með átak­inu er að skapa allt að 7 þúsund tíma­bund­in störf í sam­vinnu við at­vinnu­lífið, op­in­ber­ar stofn­an­ir, sveit­ar­fé­lög og fé­laga­sam­tök. Ráðgert er að verja um 4,5 til 5 millj­örðum króna í átakið.

Hvet­ur fyr­ir­tæki, stofn­an­ir og sveit­ar­fé­lög til að ráða fólk

„Þó að Covid-19 far­ald­ur­inn hafi varað leng­ur en við gerðum ráð fyr­ir þá stytt­ist hann í ann­an end­ann. Dag­inn er tekið að lengja, sí­fellt fleiri Íslend­ing­ar fá bólu­setn­ingu og nú hefst viðspyrn­an. Við erum hér að kynna gríðarlega stór­ar aðgerðir fyr­ir bæði at­vinnu­leit­end­ur og at­vinnu­lífið sem hjálpa okk­ur í öfl­ugri viðspyrnu að lokn­um far­aldri,“ seg­ir Ásmund­ur í til­kynn­ingu.

„Ég hvet fyr­ir­tæki, stofn­an­ir, sveit­ar­fé­lög og fé­laga­sam­tök til að nýta þetta úrræði og ráða fólk. Við mæt­um óviss­unni með krafti og bjart­sýni og sam­an keyr­um við þetta í gang.“

Þá ætla stjórn­völd að ná sér­stak­lega utan um þess hóps náms­manna sem ekki fær starf eða aðgang að öðru úrræði í sum­ar en það úrræði verður kynnt síðar.

Fá styrki með nýj­um starfs­mönn­um

Átakið á að gera litl­um og meðal­stór­um fyr­ir­tækj­um auðveld­ara að ráða starfs­menn og búa sig þannig und­ir bjart­ari framtíð. Fyr­ir­tæki sem hafa færri en 70 starfs­menn geta ráðið at­vinnu­leit­end­ur sem hafa verið án at­vinnu í 12 mánuði eða leng­ur með ríf­leg­um stuðningi.

Hverj­um nýj­um starfs­manni mun fylgja allt að 472 þúsund króna stuðning­ur á mánuði, auk 11,5% fram­lags í líf­eyr­is­sjóð í allt að sex mánuði. Fyr­ir­tæki geta ráðið eins marga starfs­menn og það þarf þangað til að heild­ar­fjöldi starfs­manna hef­ur náð 70.

Ráðning­ar­tíma­bilið er sex mánuðir, frá apríl til des­em­ber.

Ráðning­ar­styrk­ir fyr­ir öll fyr­ir­tæki

Þá geta fyr­ir­tæki af öll­um stærðum og gerðum nýtt sér ráðning­ar­styrki sem eiga að auðvelda auðvelda at­vinnu­rek­end­um að ráða starfs­fólk og fjölga at­vinnu­tæki­fær­um þeirra sem eru án at­vinnu.

Með ráðning­ar­styrk get­ur at­vinnu­rek­andi fengið full­ar grunn­atvinnu­leys­is­bæt­ur með hverj­um at­vinnu­leit­anda sem hef­ur verið án vinnu í 30 daga eða leng­ur í allt að sex mánuði með hverj­um nýj­um starfs­manni, eða 307.430 krón­ur á mánuði, auk 11,5% fram­lags í líf­eyr­is­sjóð.

Ekk­ert þak er á fjölda starfs­manna sem fyr­ir­tæki geta ráðið með þessu úrræði.

Fyr­ir sveit­ar­fé­lög og op­in­ber­ar stofn­an­ir

Til að koma til móts við þann hóp sem er við það að full­nýta bóta­rétt sinn inn­an at­vinnu­leys­is­trygg­inga­kerf­is­ins og hef­ur ekki fengið at­vinnu við lok bóta­tíma­bils­ins verður farið í sér­stak­ar aðgerðir til að aðstoða ein­stak­linga í þess­um hópi við að kom­ast aft­ur inn á vinnu­markað.

Vinnu­mála­stofn­un mun greiða ráðning­ar­styrk í allt að sex mánuði, og er heim­ilt að lengja um aðra sex fyr­ir ein­stak­linga með skerta starfs­getu, vegna ráðning­ar ein­stak­linga sem eru við það að ljúka bóta­rétti.

Stofn­un­inni verður heim­ilt að greiða ráðning­ar­styrki sem nema full­um laun­um sam­kvæmt kjara­samn­ing­um að há­marki 472.835 krón­ur á mánuði auk 11,5% mót­fram­lags í líf­eyr­is­sjóð.

Skil­yrði er að ráðinn sé ein­stak­ling­ur sem á sex mánuði eða minna eft­ir af bóta­rétti.

Þá er sveit­ar­fé­lög­um einnig heim­ilt að ráða til sín ein­stak­linga sem full­nýttu bóta­rétt sinn inn­an at­vinnu­leys­is­trygg­ing­ar­kerf­is­ins á tíma­bil­inu 1. októ­ber. til 31. des­em­ber 2020.

Sam­tök án hagnaðarsjón­ar­miða

Fé­laga­sam­tök, sem rek­in eru til al­manna­heilla og án hagnaðarsjón­ar­miða, er gert kleift að stofna til tíma­bund­inna átaks­verk­efna í vor og sum­ar með ráðning­ar­styrk sem nem­ur full­um laun­um sam­kvæmt kjara­samn­ing­um að há­marki 472.835 krón­ur á mánuði sem er há­mark tekju­tengdra bóta auk 11,5% mót­fram­lags í líf­eyr­is­sjóð.

Þá verður greitt 25% álag til þess að standa straum af kostnaði við verk­efn­in, svo sem við land­vernd, viðhald göngu­stíga, land­hreins­un, gróður­setn­ingu, íþrótt­ir og afþrey­ingu fyr­ir börn og ung­linga og svo fram­veg­is.

Skil­yrði fyr­ir ráðning­ar­styrk er að viðkom­andi at­vinnu­leit­andi hafi verið án at­vinnu í 12 mánuði eða leng­ur.

Vinnumálastofnun heldur utan um ráðningarstyrkina.

„Hverjum nýjum starfs­manni fylgir allt að 472 þús­und króna stuðn­ingur á mán­uði, auk 11,5% fram­lags í líf­eyr­is­sjóð, í allt að sex mán­uði og getur fyr­ir­tækið ráðið eins marga starfs­menn og það þarf þangað til heildar starfs­manna­fjöldi hefur náð 70. Ráðn­ing­ar­tíma­bilið er sex mán­uðir á tíma­bil­inu frá apríl til des­em­ber 2021,“ segir í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins.

Grunnatvinnu­leys­is­bætur með öllum sem hafa verið án vinnu í 30 daga
Fyr­ir­tæki af öllum stærðum munu áfram geta fengið ráðn­ing­ar­styrk sem nemur grunnatvinnu­leys­is­bótum ef þau ráða starfs­menn sem hafa verið án vinnu í 30 daga eða leng­ur. Styrk­ur­inn með hverjum starfs­menni er til allt að sex mán­aða.

Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
Grunnatvinnu­leysi­bætur eru 307.430 krónur á mán­uði, en að auki fær fyr­ir­tækið styrk til að standa straum af 11,5 pró­sentum af fram­lagi í líf­eyr­is­sjóð. Ekk­ert þak er á fjölda starfs­manna sem fyr­ir­tæki geta ráð­ið.

Allt að 472 þús­und með öllum sem eru að full­nýta bóta­rétt
Sér­stakar aðgerðir eru fyrir þá eru við það að full­nýta bóta­rétt sinn í atvinnu­leys­is­trygg­inga­kerf­inu.

Vinnu­mála­stofnun greiðir ráðn­inga­styrk í allt að sex mán­uði, og er heim­ilt að lengja um aðra sex fyrir ein­stak­linga með skerta starfs­getu, vegna ráðn­ingu ein­stak­linga sem eru við það að ljúka bóta­rétti.

Stofn­un­inni er heim­ilt að greiða ráðn­ing­ar­styrki sem nema fullum launum sam­kvæmt kjara­samn­ingum að hámarki kr. 472.835 á mán­uði sem er hámark tekju­tengdra bóta auk 11,5% mót­fram­lags í líf­eyr­is­sjóð. Skil­yrði fyrir þessu er að ráð­inn sé ein­stak­lingur sem á sex mán­uði eða minna eftir af bóta­rétti.

Sum­ar­störf fyrir náms­menn kynnt síðar

Boðað er í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins að stjórn­völd ætli sér að ná til þess hóps náms­manna sem ekki fær starf eða aðgang að öðru úrræði í sum­ar. Það verður kynnt síðar í sam­starfi við mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­ið.

Félags­-og barna­mála­ráð­herra segir að um sér að ræða „gríð­ar­lega stórar aðgerðir fyrir bæði atvinnu­leit­endur og atvinnu­líf­ið“ sem hjálpi til við öfl­uga við­spyrnu að loknum far­aldri.

Heimild: mbl.is – kjarninn.is –