Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Öfgar hægri og vinstri eru að valda árásum á lýðræðið, að þá er auðvitað betra að vera miðjumaður. Miðjumaður lýsir því yfir að hann sé gegn öfgum.
Það er auðvitað þannig að við eigum mjög auðvelt með að hoppa í skotgrafir – það eru auðvitað hlutverk fjölmiðla að draga fram þá sem æpa hæst, og þannig fá þeir oft meiri hljómgrunn heldur en hin venjulega, skynsama rödd sem að ég held að flestir aðhyllist, líka í Bandaríkjunum.
Ég var að lesa bókina „Konan sem elskaði fossinn“ um Sigríði í Bratthotli í gær. Hún beitti nú ekki miklu ofbeldi, hún tók einhverja girðingarstaura, því hún var á móti gaddavír. Það var að ég held eina ofbeldið sem hún stundaði. Annars notaðir hún rök og sannfæringar máttinn.
Samgöngumálin
„Við erum svo sannarlega að nota tímann til að bæta samgöngumál. Eftir þetta kjörtímabil erum við með gríðarleg sterk plön um uppbyggingu vegna, hafna, flugvalla, fjarskipta, flugstefnu, sú fyrsta er hefur verið samin á Íslandi, fystu almenningssamgöngustefnu sem samin hefur verið á Íslandi og við verum að vinna eftir þessu öllu saman. Við erum að tala um umfang aðgerða í samgöngum upp á einhverja 900 milljarða. Ég held einmitt að við séum komin á réttan stað hvað það varðar, við erum að nota vel tímann þar sem er minni umferð á vegunum. Held við séum að byggja undir framtíðina og hafnirnar og flugvellina.
Hafnir
Við erum að tala um umtalsverðar framkvæmdir við hafnir, við getum verið að tala um nokkrar hafnir sem eru að stækka sem nauðsynlegar fiski- og flutningshafnir, eins og við höfum séð á Dalvík og mun gerast á Sauðárkróki. Við höfum verið að sjá fiskeldishafnir bæði á Djúpavogi og Bíldudal og víðar, við höfum sé Ísafjörð vaxa, við höfum séð byltingu í Þorlákshöfn og þar erum við að setja inn verulega fjármuni á næstu árum til að byggja upp þá viðbótar gátt inn í landið. Þar eru fyrst og fremst fragtflutningar en mér skilst að hugmyndir séu um að sigla með ferju til Skotlands á næstu árum þegar höfnin er undir það búin.
Þarf þá ekki að laga veginn á milli Þorlákshafnar og Reykjavíkur?
Jú, í framhaldinu þá kallar það alltaf á eitthvað nýtt. Við erum með eitthvað plan, en svo sjáum við fiskeldið og þungaflutningana á Vestfjörðum, suðurfjörðunum og á Austurlandi, sem mun vaxa alveg gríðarlega á næstu árum. Þess vegna verðum við að hafa plön fyrir það. En eins er ætlunin að flytja eitthvað af laxinum beint, ferskt, hugsanlega frá Egilsstaðaflugvelli. Þá þarf auðvitað að stækka hann enn frekar.
Við munum þurfa að koma hlutunum betur í gegn frá Vestfjörðunum. Vegirnir hafa ekki verið byggðir upp fyrir jafn mikla þungaflutninga.
Verkefnum er ekki lokið. Við sjáum t.d. allan Suðurlandsveginn, þar sem hvort tveggja flutningarnir að austan, frá Hornafirði og frá fjörðunum, Austfjörðunum, og núna fiskeldið, sem keyra vegina auðvitað mjög mikið. En þar fyrir utan allar rúturnar og einkabílarnir sem þarna voru og bílaleigubílarnir.
Verður meira um stóru þungaflutningana á vegum landsins í náinni framtíð?
Ég sé að það er óhjákvæmilegt, nema að okkur takist áfram að gera þetta samtvinnað, þ.e.a.s. að byggja upp hafnirnar þannig að það geti orðið fleiri útflutningshafnir á fleiri stöðum og hugsanlega flug. Við sjáum ekki fyrir okkur að sjófrakt á milli staða, nema að einhverju leiti að fraktflutningaskip geti farið á milli tveggja, þriggja staða og geti tekið með sér vörur á milli hafna.
Vegirnir eru ekki að þola þessa þungaflutninga og því viðvarandi verkefni að bæta vegina. Vegagerðin er með einhverja 13.000 km. og eitt af því sem við þurfum að gera, er að malbika fleiri kílómetra og þá minna slitlag á vegakerfinu. Við erum að hækka standardinn hjá okkur, við erum að koma grunnkerfinu í þokkalegt ástand. Þar er eitt að fækka einbreiðum brúm, erum að gera verulegt átak á hringveginum, þeim fækkar mjög stóru einbreiðu brúnum á Suðurlandi á næsta ári. Á stóru brúnum erum við komin með plan alveg til næstu 15 ára. Hvort sem er yfir Jökulsá á Fjöllum eða yfir Lagarfljótið og víðar. Okkur hefur gengið alveg prýðilega á þessu kjörtímabili en við þurfum að halda áfram.
Sundabraut
Við erum núna með starfshóp að störfum sem að vinnur með Faxaflóahöfnum og sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborg og á að skila af sér núna í þessum mánuði. Þá erum við komin væntanleg á þann stað að búið sé að ákveða eina leið, einn valkost, yfir Kleppsvíkina. Sem gerir það að verkum að næsta skref er þá að ljúka við skipulag, sem þarf þá að uppfæra, deiliskipulag inni á aðalskipulagi, það þarf að uppfæra tengingarnar og síðan að setja verkefnið í umhverfismat. Þá í framhaldinu að koma verkinu af stað.
Sveitarstjórnarmál – staða sveitarfélaga
Horfur um fjárhagsstöðu sveitarfélaga þessa árs eru auðvitað mjög erfið. Og mörg sveitarfélög taka þá skynsamlegu ákvörðun um að viðhalda allri grunnþjónustu og jafnvel að bæta í fjárfestingar og að taka lán fyrir þessu ári. Það eru nokkur sveitarfélög sem standa mjög illa. Og við höfum verið að gera ýmislegt á síðasta ári og þess vegna hafa sveitarfélögin komist í gegnum 2020 býsna bærilega. En gleymum því ekki að auðvitað er ríkið að taka nokkur hundruð milljarða að láni til þess m.a. halda uppi alls konar störfum og starfsemi, sem m.a. nýtist sveitarfélögunum mjög vel.
Staða landbúnaðarmála – hvernig horfir þú til þeirra?
Staða landbúnaðarmála er erfið, mjög erfið. Það stafar af ýmsu og Covid-19 spilar þar auðvitað inn í. Það eru ekki 2 milljónir ferðamanna að borða íslenskan mat, það munar ansi mikið um það að úti í hinum stóra heimi er, eins og á Íslandi, að það er minni eftirspurn eftir okkar fiski og okkar matvælum. Síðan hefur ýmislegt þróast upp á verri veg. Þannig að það er eitthvað sem að við erum reyndar með augun á hjá ríkisstjórninni og við munum þurfa að gera ýmislegt á þessu kjörtímabili áður en við göngum til kosninga, en eitt af þeim verkefnum er þarf að laga. Það er ekki í lagi hvernig tollaumhverfi okkar er, sem dæmi, það er ekki í lagi hvernig íslenskar afurðastöðvar eru reknar litlar í samanburði og samkeppni við bæði alheiminn, mjög stórar afurðastöðvar og síðan innilokaðar hér á Íslandi. Þannig að það er ýmislegt sem þarf að lagfæra. Ég held að það sé eitt sem eigi að koma til skoðunar, s.s. aukið samstarf þar á milli og þar af leiðandi hagræðing sem gæti orðið þar. Annað sem ég hef nefnt, er að mér finnst fullkomlega eðlilegt að í þessari nýsköpun, er að ör sláturhús eða minni sláturhús, að þau eigi líka rétt á sér og eiga að finna sér stað. Það hef ég stutt og talað fyrir því og skrifað um það greinar.
Miðhálendisþjóðgarður
Við Framsóknarmenn segjum hugmyndina sem slíka sé ágæt, en við þurfum að spyrja okkur til hvers við erum að þessu. Er það gert til þess að nýta hálendið fyrir ferðamenn. Þau rök hafa stundum verið notuð, að það sé helsta söluvaran. Það er ekki vandamál á Suðurlandi að nýta hálendið í þágu ferðamennsku. Þurfum við að bæta landverndina og umsjónina, skipulagið. Ég held að það komi vel til greina, getum við gert það innan núverandi þjóðlenda með sveitarfélögunum, það er ekki spurning í mínum huga. Ég hef af magan hátt sagt Hálendisþjóðgarður þurfi lengri tíma. Við þurfum að sjá svæðisskipulag sveitarfélaganna, eins og er verið að vinna á Suðurlandi. Það þarf að ljúka við það fyrst. Ég held að vinna verði hugmyndinni betri farveg og svo er eitt sem er alveg klárt að Vatnajökulsþjóðgarður hefur á margan hátt gert mjög gott, en þar er enn mörgum hlutum þar en ólokið. Við eigum að einbeita okkur að því á næstu fimm árum og við munum ekki hafa neitt umfram fjármagn í einhver önnur verkefni á næstu fimm árum og því eigum við að gefa okkur tíma til að sinna því sem þegar er. Ég hef verið þeirrar skoðunar. Við getum einnig stækkað þjóðgarðinn, Vatnajökulsþjóðgarð og taka einhver skref í átt að Miðhálendisþjóðgarði. En ég held að við verðum að vanda okkur, við eigum að hafa fólkið í landinu með okkur. Við höfum sett eina sjö megin fyrirvara Þingflokkur Framsóknarmanna þegar við afgreiddum frumvarpið.
Mjög mörg sveitarfélög er liggja að hálendinu í dag, og eru þá að tala fyrir hönd sinna samfélaga, vilja bíða, vilja taka hægfara skref. Það er ekki lengur en fyrir 10-15 ár síðan sem þjóðlendumálið hófst og það byrjaði mjög illa. Það byrjaði á Suðurlandi, það byrjaði á því að ríkið kom og sagði, „Heyrðu við ætlum að halda því fram að við eigum þetta land. Ef þú getur ekki sýnt fram annað með löggiltum pappírum, þá tökum við það“. Þetta eru auðvitað ósvífni, svo var reyndar þessum rökstuðningi snúið við og ríkið varð að sýna fram á að það ætti landið sem það var að reyna að sölsa undir sig. En því verkefni er lokið og væri rétt að ljúka við það verkefni áður en að við tökum næsta slag. Þá væri orðið ljóst hvað skilji þarna á milli, hvaða þjóðlendur væru sannanlega eign þjóðarinnar, að hluta til er skipulagsvaldið hjá viðkomandi sveitarfélagi en þeir verða að gera það í samstarfi við forsætisráðuneytið. Er það ekki ágætt milli stig eins og staðan er núna. Síðan erum við að vinna út frá því hvort að skynsamlegt sé að búa til þjóðgarð. Ég segi aftur, er það gert til þess að draga að fleiri ferðamenn inn á hálendið, á sama tíma og við erum að tala um að vernda. Er búið að ganga nægjanlega frá þessum hlutum. Það er ekki vandamál að nýta hálendið, a.m.k. Suðurlands megin.