Höskuldur Þórhallsson, alþingismaður, er nýkjörinn forseti Norðurlandaráðs. Í ræðu nýkjörins forseta kom fram að í áætluninni er horft til framtíðar, byggt á fyrri formennskuáætlunum og stuðlað að stöðugleika og lýðræðisþróun á nærsvæðum Norðurlanda til framtíðar.
Höskuldur hefur setið á Alþingi Íslendinga frá árinu 2007 og átt sæti í menntamálanefnd, umhverfisnefnd, viðskiptanefnd, fjárlaganefnd og saksóknarnefnd. Hann situr í dag í kjörbréfanefnd, þingskapanefnd og er formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Höskuldur hefur verið formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs frá 2013 og átt sæti i forsætisnefnd ráðsins. Höskuldur er menntaður lögfræðingur frá Háskóla Íslands.
Yfirskrift formennskuáætlunar Íslands er „Framtíð Norðurlanda“ og hefur áætlunin þrjú áherslusvið: Alþjóðlegt samfélag, velferðarsamfélag og borgaralegt samfélag. Áherslusviðin eru öll miklvæg fyrir norræn samfélög og stöðu Norðurlandanna í samfélagi þjóðanna.
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.
Categories
Höskuldur Þórhallsson nýr forseti Norðurlandaráðs
31/10/2014
Höskuldur Þórhallsson nýr forseti Norðurlandaráðs